Rottvælerinn Roy Keane fékk sitt 850. spjald á ferlinum þegar hann var rekinn út af fyrir að slá til leiðindapúkans Alan Shearer. Þeir sem þekkja til Keane eru gáttaðir á háttalagi hans, enda hefur keane, rétt eins og Al Capone, ekki verið þekktur fyrir neitt nema prúðmannlega framkomu á vellinum.
Ekki nóg með það, þá á G. Neville yfir höfði sér kæru frá FA vegna miður fallegra orða sem hann sendi dómara leiksins á leið til búningsherbergja. Skemmts að minnast þess, að hann átti átti í svipuðum vandræðum með orðaval eftir leik við West Ham á síðasta tímabili. Beckham á víst að hafa látið einhver svipuð orð falla. Það er nú reyndar örugglega bara tilbúningur á ensku pressunni, því eins og allir vita, þá er engin frétt um Man Utd nema Beckham sé í henni.
Mér fannst nú reyndar Keane ekki slá til hans, en maðurinn ætti nú að fara að læra af reynslunni.