Nú spyr ég bara eins og líklega flestir Arsenal aðdáendur, hvað er Wenger að pæla? Ætlar hann að spila bara með sama þunna hópinn og rétt náði 4. sæti í PL á síðasta ári, nú er hann búinn að losa sig við 3 lykilmenn, sem mér finnst allir vera nokkuð útbrunnir í dag en sakna samt sem áður bestu áranna, Sol Campbell er að fara, Pires farinn ásamt Dennis Bergkamp. Wenger hefur keypt arftaka Pires, Tékkan Tomas Rosicky, ok, það eru kaup á góðum kvarða, en engan annan hefur hann keypt nema hinn unga Alexander Song, common boys, give him a chance, hann er greinilega að sýna e-ð á æfingum Arsenal fyrst hann var keyptur til liðsins, það eru ekki allir eins og Fabregas sem blómstra á 17 ára aldri í PL á Englandi.
Vörnin: Ætlar hann að spila bara með 4 varnarmenn? Einn mjög góðan (Toure), einn pappakassa (Cygan), einn óreyndan (Djourou) og svo loks einn sem er mjög ungur? Senderos er meiddur, hvað ætlar hann að gera ef Toure meiðist eða fer í bann? Ég er viss um að ef þeir myndu keppa við Man Utd á sama tíma þá væri sá leikur búinn þegar nánast nema Utd séu lélegir, Rooney myndi sko pottþétt gera Djourou - Cygan vörn lífið leitt!! Eru það varnarmenn sem eru nægilega góðir fyrir lið sem ætlar sér baráttu um PL/CL titil? Nei held ekki, hann hefur reyndar verið hrifinn af Curtis Davies, ég vill ólmur fá hann, fyrir 10M, já, hvers vegna ekki? Hann er einn besti kosturinn í stöðunni, af hverju ekki að skella bara 10M á hann, það er lítið annað sem hann getur tekið, Cannavaro? Neinei, launin eru alltof há að mínu mati, ef ég væri Wenger myndi ég undirbúa einnig tilboð í Anton Ferdinand.
Miðjan: Fyrir nokkrum árum höfðu Arsenal góðri og nokkuð reyndri og góðri miðju að skipa, Gilberto, Vieira, Parlour, Bronckhorst sem reyndar spilar sem vinstri bakvörður í dag hjá Barca og Edu, allir þessir menn farnir nema Gilberto og í staðinn kominn einn 18 ára maður sem á eftir að verða heimsklassa ef hann er það nú ekki bara núþegar, þá er ég auðvitað að tala um Cesc Fabregas. Hvað ætlar hann að gera ef annað hvor þeirra meiðist? Setja Flamini eða Song? :S Það bara meikar ekki sens fyrir mér. Ef Fabregas meiðist gætum við samt sem áður alveg skellt Ljungberg, Hleb eða Rosicky inn en það er engin sem getur tekið við Gilberto ef hann meiðist, Flamini? Nei takk, ekki nógu góður DMC fyrir mér, ef Emerson væri ekki á ofurlaunum þá myndi eg reyna að fá hann, hvað með að reyna að fá einn þokkalegan DMC eins og Carrick týpu (Vill ekki fá menn frá Tottenham en ég vill óneitanlega fá týpu eins og Carrick, en ekki hann sjálfan) eða Mascherano, Tottenham lýta núna í fyrsta sinn síðan ég man eftir mér betur út en veslings Arsenal liðið, þeir eru með Carrick, Lennon og Zokora, af hverju getur Wenger ekki verið svona? Finnst þetta alveg ótrúlegt.
Ég ætla að vona að Wenger kíki hérna inn, skilji íslensku og lesi þetta og taki mark á mér og geri e-ð í málinu :D neinei, það eru 0,00001% líkur á því hehe..
Shortlistinn minn:
Varamarkmaður
Curtis Davies
DMC sem backup fyrir Gilberto.
Kveðja,
Eyþór :)