
Þetta var síðasti leikur 17. umferðar Símadeildar karla. Akranes komst á toppinn í deildinni með sigrinum. Á Sunnudaginn mæta þeir ÍBV í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Fylkismenn hafa verið á mikilli niðurleið að undanförnu en ekki er langt síðan að flestir spáðu því að þeir myndu hirða dolluna. Eyjamenn haf komið á óvart og hafa hægt og rólega sigið upp töfluna. ÍA og Fylkir eigast aftur við á Miðvikudag í undanúrslitum Coca Cola bikarsins.
Lokaumferð Símadeildarinnar:
Laugardaginn 22.September
14:00 Breiðablik - Valur
14:00 Fram - Keflavík
14:00 Fylkir - FH
14:00 Grindavík - KR
Sunnudaginn 23.September
14:00 ÍBV - ÍA
—
ÍA - Fylkir 3-0
1-0 Kári Steinn Reynisson (33)
2-0 Hjörtur Hjartarsson (55)
3-0 Hjörtur Hjartarsson (89)