Staða Íslands á heimslistanum er frekar neðarlega og erum við kominn niður í 107.sæti sem verður að teljast slappt. Mér finnst þetta nú vera aðeins og neðarlegt en fyrir þó nokkru síðan vorum við á topp 50. Okkur gekk kannski ekki vel í undankeppni HM en lönd eins og Benín, Armenía og Grænhöfðaeyjar eru fyrir ofan okkur og Austur-Kongó(ég vissi ekki einu sinni að það væri til)er einu sæti fyrir neðan okkur.
Við verðum að taka okkur saman í andlitinu fyrir undankeppni EM og ná allaveganna fleiri en 4 stigum eins og við náðum í síðustu undankeppni.
Ég hef trú á að Eyjólfur nái að gera ágætis árangur með íslenska landsliðið og vona að hann hjálpi okkur að hífa okkur upp listann og komast á næsta stórmót(Þó að það séu ekki líklegt).
lið næst Íslandi:
103.Rúanda
104.Botsvana
105.Armenía
106.Benín
107.ÍSLAND
108.Austur-Kongó
109.Aserbaídsjan
Ég er búinn að tala nóg um íslenska landsliðið og ætla nú að tala aðeins meira um listann furðulega og hér ætla ég að segja ykkur nokkrar skemmtilegar staðreyndir sem kom reyndar í blaðinu(en það lesa ekki allir blaðið)og ætla ég að deila þeim með ykkur.
Merkilegasta staðreyndin fannst mér að
Sádí Arabía sem tapaði tveimur leikjum á HM og gerði eitt jafntefli féll niður um heil 47.sæti eða niður í 81.sæti. En Túnis sem náði alveg eins árangri og Sádar en Túnis skoruðu reyndar einu marki meira falla aðeins niður 8.sæti í það 31.
Mér fannst líka nokkuð furðulegt með Serbana en þeir töpuðu öllum leikjunum á HM og m.a 6-0 fyrir Argentínu hækka sig um átta sæti sem er náttúrulega fáranlegt.
Svo eru fleiri fáranlegar staðreyndir eins og með Suður Kóreu ég meina þeir unnu einn, gerðu einn jafntefli og töpuðu einum og voru mjög nálægt því að komast áfram féllu um 27.SÆTI!!
meðan að Tógó sem var með þeim í riðli, töpuðu öllum leikjunum hækkuðu sig um 14.sæti.
Síðan eru Úrugvæar sem voru ekki einu sinni á HM sitja í 14.sæti m.a fyrir ofan Svisslendinga sem stóðu sig með prýði á mótinu og fengu ekki mark á sig.
Síðan falla Portúgalar um eitt sæti og það verður að teljast fáranlegt og á ég erfitt með að skilja það því þeir komust í undanúrslit og unnu fyrstu fimm leikina og tapa síðan tveim og falla um eitt sæti.
Síðan má ekki gleyma Gíneu mönnum sem komust ekki á HM en hækkuðu síg um 24.sæti og er fyrir ofan evrópumeistara Grikki. Ég gæti alveg séð t.d Íslendinga vinna þetta lið.
Jæja þetta er orðið gott núna en þetta var mín skoðun á þessum umdeilda lista og segið þið endilega ykkar skoðun á honum, Þið getið séð hann á heimasíðu FIFA.
Btw þetta er fyrsta greinin/gagngrýnin mín á huga svo engin skítköst.
Takk fyrir mig.
“(£7,000 a week) may be enough for the homeless, but not for an international striker”´- Pierre van Hooijdonk