
Reykjavíkurliðin Valur, Fram og KR munu öll berjast fyrir lífi sínu í seinustu umferðinni á Laugardaginn. Valsarar lágu gegn ÍBV á heimavelli, 1-2. Sigurbjörn Hreiðarsson kom Val yfir með marki úr vítaspyrnu. Bjarnólfur Lárusson skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn en það seinna var úr vítaspyrnu.
Markahrókurinn Hörður Magnússon hjá FH spilaði sinn seinasta leik í Kaplakrika í dag en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Hörður sem er einn mesti markaskorari íslenskrar knattspyrnusögu klúðraði vítaspyrnu í leiknum sem Grindavík vann 0-2. Sinisa Kekic og Scott Ramsey skoruðu fyrir Grindavík en sá síðarnefndi fékk síðan að líta rauða spjaldið á 37.mínútu. FH-ingar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.
Keflvíkingar losuðu sig við falldrauginn með 2-1 sigri á Breiðabliki. Þórarinn Kristjánson og Haukur Ingi Guðnason skoruðu með stuttu millibili í seinni hálfleik. Kristján Brooks var kominn á kunnuglegar slóðir og hann minnkaði muninn fyrir Blika.
Uppi á Skaga voru heimamenn 1-0 yfir gegn Fylki þegar Eyjólfur Ólafsson dómari flautaði leikinn af eftir 20.mínútur þar aðstæður væru ekki boðlegar til knattspyrnuiðunar. Leikurinn var settur á á morgun kl. 17:30. Markið sem Kári Steinn Reynisson skoraði skiptir engu máli því það verður byrjað á núlli á morgun. Ef ÍA sigrar gegn Fylki á morgun verður leikur ÍBV og ÍA í Eyjum um næstu helgi hreinn úrslitaleikur, þar sem liðin verða jöfn á toppi deildarinnar.
KR-Fram 2-1
0-1 Andri Fannar Ottósson(30.)
1-1 Arnar Jón Sigurgeirsson (50.)
2-1 Arnar Jón (65.)
RAUTT Ómar Hákonarson, Fram (90.)
Valur-íBV 1-2
1-0 Sigurbjörn Hreiðarsson (38., víti)
1-1 Bjarnólfur Lárusson (42.)
1-2 Bjarnólfur (73., víti)
FH-Grindavík 0-2
0-1 Scott Ramsey (14.)
0-2 Sinisa Kekic (22.)
RAUTT Ramsey, Grindavík (fyrir olnbogaskot á 37.mín.)
Keflavík-Breiðablik 2-1
1-0 Þórarinn Kristjánsson(56.)
2-0 Haukur Ingi Guðnason (58.)
2-1 Kristján Brooks (75.)
ÍA-Fylkir X-X
Leikurinn hefur verið verið settur á kl.17:30 á morgun.