Þórsarar, besta lið á íslandi gulltryggði titilinn í 1. deild í dag. Tóku Víking í gegn 3-0.
Á meðan var KA á láta Þrótt koma sér upp í fyrstu deild, en Þróttur skoraði 4 mörk og leikurinn fór 2-2.
Svo voru lýsingarnir kallarnir að segja hvað KA menn hefðu borið mikið af hinum liðunum í sumar, væru með lykill mann í hverri stöðu og væru langtum bestir!!!
Jæja já, hverjir voru í fyrsta sæti þangað til í 8. eða 9. umferð (man ekki alveg) og hverjir unnu innbyrðis leiki samtals 6-1 á móti KA?? 4-1 og 0-2. Hverjir tóku svo fyrsta sætið í deildinni??
Ég held að allir (allavega hjá RÚV) hafi bara verið búnir að ákveða í vor að KA yrði bestir og trúa því ennþá. KA er með fínt lið og allt það en t.d. RÚV verður að fara að komast að því að KA er ekki eina liðið í 1. deild.
Það hefði verið svo fyndið ef KA hefði ekki komist upp. 2-0 yfir ÍR í 16. umferð og misst það niður og töpuðu 3-2. Svo vann Þór þá 2-0 og svo náðu þeir jafntefli við Þrótt með því að skora ekki eitt af fjórum mörkum.
En ég er Akureyringur og það er fínt að bæði liðin komist upp, því að þá fáum við að sjá ÞÓR vinna KA líka á næsta ári og þa´í úrvalsdeild.
En fínn dagur!
Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Þór A. 18 13 2 3 53 : 19 34 41
2 KA 18 11 4 3 43 : 21 22 37
3 Þróttur R. 18 10 5 3 32 : 19 13 35
4 Stjarnan 18 9 5 4 41 : 23 18 32
5 Leiftur 18 7 2 9 27 : 30 -3 23
6 Víkingur R.18 6 4 8 32 : 31 1 22
7 Dalvík 18 7 1 10 30 : 42 -12 22
8 ÍR 18 4 8 6 31 : 41 -10 20
9 Tindastóll 18 4 4 10 25 : 44 -19 16
10 KS 18 0 3 15 14 : 58 -44 3