Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus, segist hafa mikinn áhuga á að næla í rétt tvítugan leikmann Valencia að nafni Vicente Rodriguez. Strákurinn er miðvallarleikmaður, fæddur og uppalinn hjá Valencia og hefur að sögn mann verið að gera hluti með U-21 árs landsliði Spánverja. Moggi hefur verið að splæsa all hressilegum lýsingarorðum á piltinn og segir hann m.a. vera goðsögn í mótun. Allavega hefur Vicente verið að halda Kily Gonzalez á bekknum og það er svosem ágætt út af fyrir sig! Rodriguez segist spenntur fyrir flutningi yfir til Ítalíu og vill meina að framtíð sín sé ekki á Stadio Mestalla heldur hjá stærri og betri klúbbi. Samt betra að halda sér á jörðinni og láta egóið ekki blása of mikið út.
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hef eitthvað lítið séð til þessa leikmanns, svo það er erfitt að segja eitt eða neitt um málið. Veit einhver ykkar eitthvað?!