Jóhannes í spænska boltann Jóhannes Karl Guðjónsson skrifaði í gærkvöldi undir sex ára samning við Real Betis sem leikur í efstu deildinni á Spáni. Framkvæmdastjórn félagsins tilkynnti að hinn 21 árs gamli Jóhannes geti styrkt liðið til muna. Haft er eftir Jóhannesi að hann sé mjög ánægður með nýja félagið og leikmenn þess, og sé ákafur í að sýna styrk sinn á Spáni. Betis greiddi RKC Waalwijk rúmar 500 milljónir ísl. kr. fyrir strákinn sem er sonur Guðjóns Þórðarssonar fyrir þá sem lítið vita. Það eru ekki ýkja mörg stór nöfn í liði Betis, sem er að leika í efstu deild sitt annað ár í röð. Fremstur meðal jafningja er þó brasilíski landsliðsmaðurinn Denilson. Bróðir Jóhannesar, Þórður, “leikur” einnig á Spáni en hann er fastur hjá Las Palmas.



P.s. Símadeildar-kosning ársins er hafin hér á huga eins og sjá má á Símadeildar forsíðunni. Ég sé um kosninguna og þið sendið mér meil á elwar@hugi.is. Hvet ykkur til að taka þátt.