Óvænt úrslit litu dagsins ljós á Kaplakrikavelli í gær. KA sigraði FH örugglega, 0-3 í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins. Norðanmenn voru sterkari aðilinn í leiknum og var það Hreinn Hringsson sem kom þeim yfir á 37. mínútu með skalla. Þannig var staðan í hálfleik. Ívar Bjarklind kom KA í tveggja marka forystu á 49. mínútu eftir sendingu Dean Martin sem átti mjög góðan leik. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson gulltryggði 3-0 sigur KA-manna sautján mínútum fyrir leikslok með viðstöðulausum þrumufleyg.
KA mætir annað hvort ÍA eða Fylki í úrslitum á Laugardalsvelli. Liðið leikur í 1.Deild og á laugardag fer fram mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma. Liðið mætir þá Þrótti í Laugardal. Með hagstæðum úrslitum úr þeim leik komast KA-menn upp í úrvalsdeild ásamt nágrönnunum úr Þór Akureyri. Ég styð hvorugt liðið en læt mig ekki vanta á Laugardaginn því þessi leikur verður væntanlega rosalegur.