Dómaraskandall!!
Væntanlega mesti dómaraskandall sem nokkurntíman hefur sést í Íslenskri knattspyrnu og víðar leit dagsins ljós á milli 18 og 20 í gær. Leikur á milli Vals og HK í 2.flokki karla. HK-ingar komu mun ákveðnari til leiks og sóttu stíft og fengu mörg góð færi sem ekki nýttust. En bráðlega fór að draga til tíðinda. Hægri bakvörður Hk-inga ákvað að taka til síns ráðs og sólaði valsvörnina í tætlur og var kominn um 4 metra inn í vítateig þegar brotið er augljóslega af honum svo augljóslega að um væri að ræða spjald. Dómari leiksins gat auðvita ekki sleppt því broti og í stað þess að dæma vítaspyrnu eins og rétt væri þá dæmdi hann aukaspyrnu á vítateigslínunni. ekkert varð úr aukaspyrnunni en Hk-ingar náðu samt sem áður að skora tvö mörk fyrir hálfleik. Mínútu fyrir hálfleik var svo brotið augljóslega aftan frá að varnarmanni hk(nr.3) og ekkert dæmt hann öskraði til dómarans ,,Horfðu betur á leikinn" og fékk gult spjald að launum. Leikmaður nr 4.hjá Hk svaraði dómaranum að hann ætti nú að taka eftir svona brotum og fékk gult spjald að launum. Fyrri hálfleiknum lauk þar með. Eftir 40 sekúndur af seinni hálfleik voru valsmenn með boltann um vítateigs línu og virðist sóknarmaðurinn ætla snúa sér og skjóta en rennur til á blautu grasinu og enginn varnamenn nálægt, dómarinn ákveður að benda á vítapunktinn og dæma vítaspyrnu sem valsmenn skoruðu úr. Stuttu seinna fengu Valsmenn skyndisókn og virtist sóknarmaður valsmanna vera að komast í gegnum annan bakvörð HK-inga(nr.2) sem brýtur af honum og venjulega ætti það að vera gult spjald. Dómarinn dæmir auðvita aukaspyrnu og labbar upp að leikmanni nr.4 gefur honum gult spjald og svo rautt, sem sagt spjaldar vitlausan mann. Einum færri hættu HK-menn ekki og skoruðu mark. 3-1 en sá svartklæddi var ekki búinn að gefast upp. Hk-menn komust í skyndisókn og sóknarmaður hk-inga sleppur einn í gegn, varnarmaður valsmanna rennir sér aftan í hann og brýtur af honum(og ætti að fá rautt spjald að launum) en dómarinn lætur leikinn halda áfram og valsmenn komast í sókn þar sem leikmaður nr.3 brýtur af sér og fær að launum sitt annað gula spjald og þar með rautt. Tveimur fleirri tókst valsmönnum að skora annað markið sitt þrátt fyrir að smá rangstöðu lykt hafi verið af því. Tveimur færri börðust HK-ingar og náðu að skora mark og komast í 4-2. Áður en yfir lauk ákvað sá svartklæddi að gefa Valsmönnum aðra vítaspyrnu þegar varnarmaður HK-inga er að skýla boltanum og láta boltan fara útaf þegar einn valsmaðurinn ákveður að hlaupa á hann og detta. Dómarinn bendir á vítapunktinn og Valsmenn minnka munin. En 4-3 endaði leikurinn en það leiðinlega atvik gerðist undir lok leiksins að Markvörður Vals og sóknarmaður Hk rákust saman og rotaðist markvörðurinn og var fluttur burt með sjúkrabíl, þetta hafði þó enginn áhrif á leikinn þar sem skamt var til leiksloka. Hk-ingar voru samt nær því að bæta við en valsmenn að jafna því þeir áttu skot í innanverða stöngina. En svona dómgæsla hef ég ALDREI í lífinu séð og vonandi á enginn eftir að sjá.