Breiðablik fallið Breiðablik og KR skildu jöfn, 0-0 í Kópavogi, í botnslag Símadeildar karla um helgina. KR-ingar náðu ekki að tryggja sér sigurinn þó þeir hefðu verið einum leikmanni fleiri eftir að Ívar Jónsson, Breiðablik, var rekinn af velli á 64. mínútu eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald. Með jafnteflinu eru Blikar fallnir niður í 1.deild. Bless Blikar!

ÍBV er komið upp að hlið ÍA á toppnum. Eyjamenn sigruðu Fylki 3-1 í Vestmannaeyjum og gerðu þar með vonir Fylkismanna um titilinn að engu. Ólafur Stígsson kom Fylkismönnum yfir á sjöttu mínútu en þá tóku Eyjapeyjar öll völd á vellinum. Atli Jóhannson, Unnar Hólm Ólafsson og Tómas Ingi Tómasson skoruðu. Mikilvægur sigur hjá heimamönnum og kannski að bikarinn fari til Eyja?

Grétar Hjartarsson skoraði þrennu fyrir Grindavík sem vann ÍA örugglega 3-0 á heimavelli. Mjög slæmt mál fyrir ÍA að tapa þessum leik en þetta gerir spennuna á toppi deildarinnar enn meiri. Valur og Keflavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda. Ármann Smári Björnsson kom heimamönnum yfir í leiknum en Þórarinn Brynjar Kristjánsson jafnaði metinn og þar við sat.

FH-ingum tókst ekki að sigra Framara í lokaleik 16.umferðar á Laugardalsvelli í gær, en liðin gerðu jafntefli 1-1. FH missti því að gullnu tækifæri til þess að blanda sér í meistarabaráttuna fyrir alvöru, en fyrir vikið er liðið þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Stigið gæti hins vegar reynst Frömurum dýrmætt, en þeir sitja nú í 8. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á undan KR-ingum. Fram heimsækir einmitt KR í næstu umferð. Viðar Guðjónsson kom Fram yfir á 15. mínútu leiksins en Jónas Grani Garðarsson jafnaði fyrir FH á 23. mínútu.

Breiðablik - KR 0-0

Grindavík - ÍA 3-0
1-0, 2-0 og 3-0: Grétar Ó. Hjartarson (2, 8, 70)

ÍBV - Fylkir 3-1
0-1 Ólafur Stígsson (6)
1-1 Atli Jóhannsson (29)
2-1 Unnar Hólm Ólafsson (73)
3-1 Tómas Ingi Tómasson (90)

Valur - Keflavík 1-1
1-0 Ármann Smári Björnsson (17)
1-1 Þórarinn Bynjar Kristjánsson

Fram - FH 1-1
1-0 Viðar Guðjónsson
1-1 Jónas G. Garðarsson