River Plate hefur samþykkt 3m$ tilboð í helmingseign af Kolumbíska landsliðs varnarmanninn Mario Yepes frá Genoa. En svo virðist sem Yepes sé ekkert of hrifinn af því að spila í B deildinni en tvö lið í A deildinni sýndu honum áhuga í sumar þau Lazio og Parma en ekkert varð úr þeim þreifingum.
Mario Yepes þessi er talinn vera besti varnarmaðurinn í Suður Amerísku knattspyrnunni í dag og finnst mér það vekja furðu að enginn stórlið náðu að krækja í hann og að gamla veldið Genoa skyldi finna peninga til að gera þetta tilboð en mér sýnist að Genoa ætla sér stóra hluti og vonandi að þeir komist aftur upp í A deildinna.
Mario Yepes er örfættur og frábær til þess að nota vinstra megin í 3 manna varnarlínu og heimta ég að lið í A deildinni bjóða í þennan snilling annars…..