Fréttir (HK upp í 2.Deild, Ísland - Ítalía o.fl) HK OG VÖLSUNGUR UPP
HK úr Kópavogi og Völsungur frá Húsavík komust upp í 2. deild á miðvikudag. HK sigraði Smástund (KFS) frá Vestmannaeyjum örugglega, 10-1, samanlagt í tveimur leikjum. Völsungur og Njarðvík skildu jöfn í markalausum leik á Húsavík en fyrri leiknum lauk 2-2 og mörk Húsvíkinga á útivelli dugðu til að liðið leikur í 2. deild að ári. Völsungur og HK leika til úrslita um sigurinn í 3. deild á sunnudaginn.



MÁL ÞÓRÐAR INN Á BORÐ FIFA
Las Palmas þarf að selja Þórð Guðjónsson þar sem fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Liðið hefur enn ekki greitt belgíska félaginu Genk kaupverðið og nú sé það atriði komið inn á borð FIFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Þórður segir að liðið hafi skilað þeim leikmönnum til sem það keypti í fyrra og ástandið í félaginu sé vægast sagt mjög slæmt. “Ég veit að Las Palmas hafði samband við Genk og spurði hvort það vildi taka mig aftur. Það var einfaldlega ekki inni í myndinni hjá mér að fara til baka,” segir Þórður á mbl.is.



ÍSLAND - ÍTALÍA
Ísland mætir Ítalíu í Undankeppni HM kvenna á morgun. Leikurinn hefst kl.11:00 á Laugardalsvelli og er ókeypis inn. Mjög sérstaka liðsmynd af íslenska liðinu er hægt að sjá á síðu 15 í Morgunblaðinu í dag.