Miklar vonir voru gerðar til íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Norður-Írum í Belfast í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en einbeitingarleysi íslenska liðsins réði úrslitum í seinni hálfleiknum. Írskir fjölmiðlar spáðu því að David Healy myndi skora í leiknum og það rættist. Hann skoraði úr fyrsta alvöru færi Norður-Íra og þeir voru komnir yfir. Markið sló íslenska liðið gjörsamlega út af laginu. Keith Gillespie átti góðan dag á hægri kantinum en Arnar Viðarsson vill gleyma þessum leik sem fyrst, enda var hann slakasti maðurinn á vellinum. Árni Gautur forðaði marki í tvígang áður en Michael Hughes og George McCartney skoruðu. Úrslitin 3-0, Ísland kemst ekki á HM (ekki í þetta skiptið allavega!).
Besti leikmaður Íslands í leiknum var án efa Eiður Smári sem var stöðugt ógnandi og varnarmenn heimamanna áttu í miklum vandræðum með hann. Jóhannes Karl er búinn að sanna sig sem landsliðsmaður og átti ágætan leik. Þá bjargaði Árni Gautur því sem hægt var að bjarga. Andri Sigþórsson, Arnar Grétarsson, Helgi Sigurðsson og Arnar Viðarsson voru alls ekki að sýna sitt rétta andlit. En þrátt fyrir að við eigum ekki möguleika á að komast áfram á HM þá væri nú mjög gaman að vinna Dani á Parken. Maður bara vonar það besta!