Enska liðið var nú ekki að spila sinn besta bolta á móti albönum, liðið byrjaði reyndar af krafti og voru þeir óheppnir að skora ekki í byrjun eftir að hafa fengið nokkur dauðafæri. En það var umtalað í enskum fjölmiðlum að þessi leikur væri bara formsatriði og hversu stórt enska liðið mundi vinna. Það kom nú annað í ljós í þessum leik enska liðið átti í basli með Albanina og virkaði mjög þreytt, og svo sýndist mér að albanirnir hafi nú lagt eikkvað uppúr því að pirra Beckham. En svo var það nú bara skandall leiksins þegar McManaman kom inná hann var eiginlega bara hættulegur enska landsliðinu, var að gefa á albanina og fleira, allavega þá virkaði hann sko allsekki sannfærandi. En Englendingarnir höfðu það nú að vinna leikinn 2-0 eftir mörk frá Owen og Fowler bæði hin glæsilegustu mörk og ekkert yfir því að kvarta. Beckham átti eitt svakalegt skot sem að markmaðurinn rétt náði að verja, en albanirnir áttu líka sín færi og voru englendingar hálf heppnir að sleppa með sigur eða allavega þá virkuðu þeir ekki sannfærandi á köflum og þá sérstaklega ekki McManaman.

over and out *hóst*McManamansucks*hóst* :P
-