Nafn: Rafael Ferdinand van der Vaart
Þjóðerni: Holland
Staða: Miðjumaður
Aldur: 23 ára
Hæð: ca. 175 cm
Þyngd: ca. 74 kg
Lið: HSV í Þýskalandi
Númer: 23
Rafael van der Vaart fæddist í Heemskerk í Hollandi þann 11. febrúar 1983. Rafael gekk til liðs við Ajax aðeins tíu ára gamall. Aðdáendur Ajax Amsterdam í Hollandi tóku fyrst eftir Rafael í aðaliði Ajax í Apríl árið 2000 þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við FC Den Bosch. Þar benti allt til þess að þetta var stórstjarna í mótun, og ekki gerðist neitt sem olli því að menn fóru að draga það í efa.
Fyrsta tímabil hans í aðalliði Ajax þá tók hann stöðu Richard Witschge og skoraði hann 7 mörk í 27 leikjum tímabilið 2000/2001, þá aðeins 17 – 18 ára gamall.
Næsta tímabil hans varð enn betra en þá skoraði hann 14 mörk í 20 leikjum, en það tímabil þá unnu Ajax deildina og hollenska bikarinn.
Í febrúar 2002 meiddist hann alvarlega í hné og þurfti að fara í aðgerð en hann meiddist svo tvisvar aftur sama tímabilið 2002/2003 en skoraði samt 18 mörk í 21 leik fyrir lið sitt.
Tímabilið 2003/2004 skoraði hann 7 mörk í 24 leikjum þegar Ajax unnu deildina og endurheimtu titilinn af PSV Eindhoven .
Í júlí 2005 þá var hann óvænt keyptur til Hamburger SV (HSV) í þýsku bundesligunni fyrir 3,5 milljónir punda. Og kom þetta nokkuð óvænt því hann hafði verið orðaður við mörg af stærri liðum Evrópu s.s. AC Milan, Man Utd, Real Madrid o.fl. ásamt því að mig minnir að Gerard Houllier hafi haft mikinn áhuga á honum. En hann var genginn til liðs við HSV og sitt fyrsta tímabil hjá liðinu skoraði hann 9 mörk í 19 leikjum og átti frábært tímabil með liðinu og í lokinn var hann valinn í annað sæti í “Besta leikmanni Bundesligunar” á eftir Miroslav Klose framherja Werder Bremen.
Van der Vaart var svo valinn í hóp Hollendinga fyrir HM 2006 og gaman verður að sjá hann þar og vonandi að hann fái að spreyta sig almennilega því hann á það fyllilega skilið. En hann meiddist á æfingu með landsliðinu í daginn og á eftir að koma í ljós hversu alvarleg þau eru en vonandi að þau séu lítil og hann geti spilað á mótinu.
Hook - Ups