Ísland leikur mikilvægan leik gegn Norður-Írlandi á morgun í 3. riðli undankeppni HM. Byrjunarliðið er óbreytt frá því í 3-1 sigurleiknum á móti Tékkum á laugardag. Árni Gautur verður í markinu, í vörnni verða Auðun, Eyjólfur Sverrisson, Hermann og Arnar Þór, á miðjunni eru Arnar Grétars., Pétur og Jóhannes Karl og frammi eru Helgi, Andri og Eiður Smári. Á varamannabekknum sitja Heiðar, Marel, Lárus Orri, Tryggvi, Jóhann B., Ólafur Örn og Birkir. Norður-írska dagblaðið The Belfast Telegraph segir að varnarmenn íslenska liðsins eigi erfitt verkefni fyrir höndum gegn David Healy, sóknarmanni Preston sem er víst sjóðheitur þessa dagana. Athyglisvert verður að fylgjast með viðureign samherjanna hjá Ipswich, þeirra Jim Magiltons og Hermanns Hreiðarssonar. Hemmi hefur verið að minna Magilton á úrslitin á Laugardalsvellinum síðastliðið haust, þar sem Ísland sigraði 1-0.
Íslenska ungmennalandsliðið U21 vann jafnaldra sína frá Norður-Írlandi, 3-1, í Belfast í dag. Írar skoruðu fyrsta markið eftir 10 mínútna leik og einnig það næsta, sem var sjálfsmark. Baldur Aðalsteinsson kom íslenska liðinu í 2-1 og Veigar Páll Gunnarsson skoraði þriðja mark íslenska liðsins undir lok leiksins. Strákarnir töpuðu fyrir Tékkum U21 um helgina og var það því væn sárabót að vinna Norður-Írana.
Leikurinn á morgun hefst kl.20:00 og verður hægt að fylgjast með gangi mála á sjónvarpsstöðinni Sýn. Hér að neðan er hægt að líta á stöðuna í riðli Íslendinga.
1. Búlgaría 8 - 17
2. Danmörk 8 - 16
3. Tékkland 8 - 14
4. Ísland 8 - 13
5. Norður-Írland 8 - 5
6. Malta 8 - 1