Lokaumferðin í Símadeild kvenna var spiluð um helgina. Það var sannkallað markaregn á völlunum. Breiðablik fékk Íslandsmeistarabikarinn afhendan eftir leik gegn Stjörnunni. Meistararnir þurftu að sætta sig við 0-4 tap. Stjörnustúlkan Elvar Erlingsdóttir skoraði tvö mörk. KR, sem lenti í 2. sæti deildarinnar, fór til Grindavíkur. Þær áttu léttan dag og rúlluðu yfir heimastúlkur, 0-12. Markadrottningin Olga Færseth og Hrefna Jóhannesdóttir skoruðu þrennur. Sameinað lið Þórs/KA/KS féll úr deildinni og töpuðu fyrir Eyjastúlkum, 8-1. Bryndís Jóhannesdóttir skoraði fjögur og Pauline Hammill þrjú. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir þrennu fyrir Valsstúlkur sem enduðu mótið með sigri á FH, 9-0.
Lokastaðan í Símadeild kvenna:
1. Breiðablik 14 (+22) 32
2. KR 14 (+54) 31
3. ÍBV 14 (+38) 28
4. Valur 14 (+22) 22
5. Stjarnan 14 (+11) 22
6. Grindavík 14 (-51) 11
7. FH 14 (-36) 8
8. Þór/KA/KS 14 (-60) 6
Markahæstar:
25 - Andrea Olga Færseth (KR)
12 - Pauline Hamill (ÍBV)
11 - Sarah L Pickens (Breiðablik)
10 - Hrefna Huld Jóhannesdóttir (KR)
10 - Bryndís Jóhannesdóttir (ÍBV)
Til hamingju Blikastúlkur!