Írar unnu óvæntan sigur á Hollendingur 1-0 á heimavelli með marki Jason McAteer á 68. mín. Garry Kelly fékk að líta rauða spjaldið á 58. mín. en Írar sem börðust sem aldrei fyrr náðu að hindra Hollendinga í að spila sinn bolta og slá þá útaf laginu. Hollendingar voru reyndar sekir um að misnota nokkur góð færi og eru þeir væntanlega búnir að missa alla möguleika á að komast á HM. En Írar eru búnir að tryggja sér a.m.k. möguleika á sæti á HM í gegnum umspil.

Englendingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu erkifjendum sínum Þjóðverjum 1-5 í Munchen! Ótrúlegt en satt!
Þjóðverjar komust yfir á 6. mín. með marki Jancker eftir misskilning í vörn enskra. En Owen jafnaði svo metin á 12. mín. og eftir það var ekki litið til baka. Englendingar náðu góðum tökum á miðjunni með Scholes og Gerrard í toppformi. Það var síðan á síðustu mín. fyrri hálfleiks að Gerrard skorði með skoti af c.a. 25 metra færi, glæsilegt mark. Owen byrjaði svo seinni hálfleikinn á að skora og eftir það var þetta aðeins spurning um hve stór sigurinn yrði. Owen fullkomnaði þrennuna á 66. mín og þriðji Liverpool maðurinn, Heskey, skoraði svo fimmta markið á 74. min.

Ótrúlegur sigur og nú þurfa Englendina aðeins að vinna heimaleikina tvo gegn Albönum og Grikkjum til að tryggja sér sæti á HM með sigri í riðlinum en þeir eru nú komnir með töluvert betra markahlutfall en Þjóðverjar, en ef Þjóðverjar vinna Finna og Englendingar sína leiki verða liðin jöfn að stigum og því skiptir þessi stóri sigur gríðarlega miklu máli!