Steven Gerrard
Steven Gerrard fæddist í Whiston í Liverpool á Englandi 30.Maí 1980.
Hann fór strax að láta til sín taka þegar hann var aðeins 9 ára gamall, en þá fór hann frá Whiston Juniors til stórveldisins Liverpool.
Hann spilaði ekki mikið á fyrstu árunum þar vegna hæðar. T.d. þegar hann var 15 ára var hann í sömu stærð og 12-13 ára strákar.
29. nóvember árið 1998 (þegar hann var 18 ára) meiddist Jamie Redknapp illa, og þá fékk hann fyrsta tækifærið sitt með liðinu.
Leikurinn fór 2-0 fyrir Liverpool á móti Blackburn þar sem hann kom inná sem varamaður. Hann spilaði 13 leiki fyrir Liverpool þetta tímabil en náði því miður ekki að skora.
Á næsta tímabili, réttara sagt 5. desember 1999, skoraði hann fyrsta markið sitt. Það var í 4-1 sigri á Sheffield Wednesday. Á næstu fjórum tímabilum spilaði hann 180 leiki og skoraði í þeim 22 mörk.
Síðan tímabilin 2002 - 2003 og 2003 – 2004 gerðist eitthvað merkilegt!
Þessi meðalleikmaður fór alltaf að spila betur og betur og allir stuðningsmenn Liverpool fóru að elska hann meira og meira.
Tímabilið 2004 – 2005 var hann ennþá á uppleið og spilaði þá 43 leiki og skoraði 13 mörk.
Tímabilið 2005 – 2006 spilaði hann 53 leiki og skoraði 23 mörk.
Hann er ennþá á mikilli uppleið og er orðinn einn af bestu miðjumönnum heims ef ekki sá besti!
8. júlí 2005 skrifaði Gerrard undir fjögurra ára samning við Liverpool að virði 100.000 punda á viku, sem eru u.þ.b. 11 og hálf milljón íslenskra króna!
Þannig að hann fær rúmlega 4.157.824.500 króna á ári sem eru 36.500.000 pund.
31. maí árið 2000 spilaði hann fyrsta landsleik sinn fyrir Englands hönd. Hann var gegn Úkraínu og endaði hann með 2-0 sigri Englendinga.
Hann er nú búinn að leika 40 landsleiki og skora í þeim 6 mörk.
Hann hefur skorað 64 mörk fyrir Liverpool og spilað alls 336 leiki.
Stjarna Steven Gerrard hefur risið svo hratt að hreint er með ólíkindum. Aðeins einu og hálfu ári eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool lék hann sinn fyrsta landsleik fyrir A-landsliðið
“Gerrard hefur verið frábær hjá Liverpool og ég held að hann eigi glæsta framtíð fyrir sér í boltanum. Hann hefur alltaf hrifið mig þegar ég hef séð hann spila. Hann getur tæklað, gefið boltann og leikið í mismunandi stöðum sem er mikilvægur eiginleiki. Liverpool er ógnarstór klúbbur fyrir svo ungan strák að gegna slíku ábyrgðarhlutverki en það virðist ekkert hræða hann.”
Alan Shearer, framherji enska landsliðsins 1992-2000