Ekki pláss fyrir Guðna
Samkvæmt því sem Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari Íslendinga í knattspyrnu sagði í Ísland í bítið í morgun þá er ástæða þess að hann hafi ekki valið Guðna Bergsson í landsliðið sú að í stöðunni sem Guðni spilar eru 3 leikmenn sem hafa verið að spila mjög vel og eru toppleikmenn og eiga heima í þessu liði en Guðni sem hefur ekki spilað með landsliðinu í 4 ár. Þessir þrír umræddu leikmenn Pétur Marteinsson(sem að flestra mati er ekki eins sterkur og reyndur og Guðni) Eyjólfur Sverrisson sem á tvímælalaust heima í liði Íslendinga og svo Hermann Hreiðarsson sem á reyndar líka heima í liðinu en afhverju prófar Atli ekki að hugsa, Hermann hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Ipswich og afhverju ekki hafa hann þar lika í landsliðinu í staðinn fyrir Arnar þór Viðarsson sem mér finnst engan veginn passa inn í þetta lið. Þá væri pláss fyrir Guðna Bergsson í miðvörðin. Gott lið Íslands væri t.d. svona: Árni Gautur, Auðunn, Eyjólfur, Guðni, Hermann, Þórður, Rúnar, Jóhannes Guðj., Tryggvi, Eiður Smári, Helgi