Fréttir dagsins (Landsleikur um helgina ofl.) LANDSLEIKUR Á LAUGARDAGINN
Tékkar, sem mæta Íslendingum í undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á laugardaginn, ætla ekki staldra lengi við hér á landi. Tékkar koma til landsins um hádegisbil á morgun og taka aðeins eina æfingu á Laugardalsvellinum sem verður síðdegis á föstudaginn. Tékkar mega ekki tapa stigum gegn Íslendingum. Leikurinn sem hefst kl.14 er síðasti heimaleikur Íslands í keppninni og er því um að gera að kíkja í Dalinn. Mikið hefur verið rætt um það af hverju það sé ekki pláss fyrir Guðna Bergs í liðinu. Ég sjálfur fatta það ekki því Guðni er okkar besti varnarmaður. Hann var valinn maður leiksins þegar Bolton vann Liverpool og fór hann illa með Michael Owen. Guðni er kannski 35 ára (uþb) en þrátt fyrir það þá er hann í feiknarformi!



ENGAN SÝNINGARLEIK, TAKK
Á morgun átti að fara fram í Hafnarfirði Sýningarleikur fyrir erlenda útsendara til að skoða efnilega íslenska leikmenn. KSÍ kom í veg fyrir að leikurinn færi fram. Málið hefur vakið athygli í Noregi. Margir af efnilegustu leikmönnum Íslands áttu að fá tækifæri til að sýna sig og sanna gegn FH fyrir framan útsendara þriggja norskra liða. Að auki hefðu útsendarar frá Englandi, Hollandi og Svíþjóð ætlað að sjá leikinn.



FERLI BJARKA LOKIÐ?
Bjarki Gunnlaugsson, Preston, óttast að knattspyrnuferli sínum sé lokið. Bjarki gekkst undir uppskurð á mjöðm fyrir 14 vikum og er enn ekki byrjaður að æfa með liði Preston. “Ég tel líklegast að ferli mínum sé lokið og að ég fari að vinna í tryggingamálum mínum,” sagði Bjarki Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið.