Breiðablik Íslandsmeistari kvenna Breiðablik varð Íslandsmeistari kvenna í gær þegar liðið vann FH 0-1 í Kaplakrika. Bjarnveig Birgisdóttir skoraði eina markið á 66. mínútu. Breiðablik spilaði vel nánast allt tímabilið og sýndi mikla samstöðu. Þær eiga möguleika á að bæta við öðrum stórum titli í september en þá mæta þær Val í úrslitum Coca-Cola bikarins.

Önnur úrslit í gær urðu þau að Þór/KA/KS tapaði 0-2 fyrir Val, KR vann ÍBV 3-2 og Stjarnan burstaði Grindavík 5-0.

Staðan þegar ein umferð er eftir:
1. Breiðablik - 13 32
2. KR - 13 28
3. ÍBV - 12 22
4. Valur - 13 19
5. Stjarnan - 12 19
6. Grindavík - 13 11
7. FH - 13 8
8. Þór/KA/KS - 13 6



Seinasta umferðin:
Sunnudaginn 2.September kl.14:00:

Grindavík - KR
ÍBV - Þór/KA/KS
Valur - FH
Breiðablik - Stjarnan