
Það sem kom mér þó allra mest á óvart var þegar Fowler lét sig falla í teignum. Þetta er einhvað sem ég bjóst aldrei við að sjá mann eins og hann gera. Hver man ekki eftir leik Arsenals og Liverpool hér um árið þar sem hann féll og þrátt fyrir mótmæli frá Fowler sjálfum dæmdi dómarinn víti. Er ég nokkuð viss um það að Fowler hafi jafnvel leift Seaman að verja frá sér. Fowler sem fyrir þetta fékk sérstök hátvísiverðlau frá FIFA virðist engan veginn vera sá maður sem maður sér á vellinum í dag. Það þykir mér miður því hér er á ferð topp íþróttamaður og vonandi fer hann að hressast við. Toppmaður eins og hann á ekki að þurfa að grípa til ódreingilegra úræðna líkt og hann gerði í leik Bolton og Liverpool.