
Fylkismenn töpuðu á heimavelli, 3-2 fyrir Grindvíkingum, sem voru betri aðilinn í leiknum. Heimamenn fengu óskabyrjun þegar Theódór Óskarsson skoraði eftir 33 sekúndur. Eftir fína byrjun Fylkis datt botninn úr leik liðsins. Ólafur Örn jafnaði úr vítaspyrnu. Grindvíkingar sóttu og sóttu í síðari hálfleiknum og Fylkismenn virtust sáttir við jafntefli. Á 78. mínútu komust Grindvíkingar í skyndisókn. Sinisa Kekic kom gestunum yfir 1-2. Ólafur Stígsson náði að jafna þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Grindjánar héldu í sókn sem endaði með því að Jóhann Helgi Aðalgeirsson var felldur innan teigs, dæmd vítaspyrna og úr henni skoraði Ólafur Örn örugglega.
ÍA - Fram 1-0
1-0 Grétar Rafn Steinsson (90)
Fylkir - Grindavík 2-3
1-0 Theodór Óskarsson (1)
1-1 Ólafur Örn Bjarnason (v)
1-2 Sinisa Kekic (78)
2-2 Ólafur Stígsson (89)
2-3 Ólafur Örn (v) (90)