ÍA og Fram léku í gær í Símadeildinni en þessi lið hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Gunnar Sigurðsson markvörður Fram varði vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum og líka einu sinni úr dauðafæri Hjartar Hjartarssonar. Jafnræði var með liðunum en ekki ætlaði þeim að takast að skora. Varnarmaðurinn sterki Gunnlaugur Jónsson fór í fremstu víglínu Skagaliðsins undir lokin. Grétar Rafn Steinsson tryggði liðinu stigin þrjú með marki á 91.mínútu og virðist meistaraheppnin vera með Skagamönnum. “Framarar geta borið höfuðið hátt þrátt ósigurinn. Liðið leikur skemmtilega knattpyrnu og heldur boltanum vel innan liðsins en ólíkt grönnum þeirra úr KR tekst þeim einnig að skapa sér fjölmörg marktækifæri.” segir á mbl.is.
Fylkismenn töpuðu á heimavelli, 3-2 fyrir Grindvíkingum, sem voru betri aðilinn í leiknum. Heimamenn fengu óskabyrjun þegar Theódór Óskarsson skoraði eftir 33 sekúndur. Eftir fína byrjun Fylkis datt botninn úr leik liðsins. Ólafur Örn jafnaði úr vítaspyrnu. Grindvíkingar sóttu og sóttu í síðari hálfleiknum og Fylkismenn virtust sáttir við jafntefli. Á 78. mínútu komust Grindvíkingar í skyndisókn. Sinisa Kekic kom gestunum yfir 1-2. Ólafur Stígsson náði að jafna þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Grindjánar héldu í sókn sem endaði með því að Jóhann Helgi Aðalgeirsson var felldur innan teigs, dæmd vítaspyrna og úr henni skoraði Ólafur Örn örugglega.
ÍA - Fram 1-0
1-0 Grétar Rafn Steinsson (90)
Fylkir - Grindavík 2-3
1-0 Theodór Óskarsson (1)
1-1 Ólafur Örn Bjarnason (v)
1-2 Sinisa Kekic (78)
2-2 Ólafur Stígsson (89)
2-3 Ólafur Örn (v) (90)