Það verður í góðu lagi með Liverpool
Menn eru að tala um að Liverpool blaðran sé sprungin, ég er ekki sammála. Bolton var að spila á móti sér miklu sterkara liði sem að öllu jöfnu hefði átt að rúlla yfir þá, en Houllier kom sjálfum sér í koll í þessum leik, þar sem að Bolton spilaði hans taktík! Liggja vel í vörn og nota skyndisóknir, þetta virkaði hjá Liverpool á móti liðum á borð við Barcelona, Bayern Munchen og Roma. Sander Westerveld gerði sig að vísu sekann um hræðileg mistök, en hver getur í alvörunni verið reiður út í hann? Bolton átti eitt einasta skot á rammann í öllum síðari hálfleik, prófið þið að standa og góna út í loftið í 45 mínútur og ætla síðan að fara að gera eitthvað. Auðvitað á Liverpool eftir að fjárfesta í leikmönnum (gera liðið sterkara fyrir meistaradeildina) og meðal annars er verið að tala um pólskan markvörð, þá verður liðið fyrst óstöðvandi, Sandy hefur ekki haft neitt fyrir stöðunni sinni, og það er mín trú að hann á eftir að rísa upp á annað stig og leiða Liverpool til miklu fleiri titla.