Ég er bliki og hef verið bliki síðan ég man eftir mér. Maður er búinn að þurfa að bíta í hið súra epli trekk í trekk að þurfa að fylgjast með karlaliðinu flakka á milli úrvals og fyrstu deildar. Það ætti eiginlega að setja aukadeild á milli þessara deilda, sérstaklega fyrir Breiðablik. Málið er að við erum of lélegir fyrir úrvalsdeild og of góðir fyrir fyrstu deild, þ.a.l. erum við í smá vanda staddir. Þetta nýafstaðna tímabil er búið að vera hörmulegt í nánast alla staði og við heppnir að halda okkur uppi. Það sem maður tók samt sérstaklega eftir á þessu tímabili, er það að það vantaði þetta skemmtilega blikaspil sem maður hefur oft séð áður, þar sem boltinn gengur hratt manna á milli. Árið í ár einkendist af löngum ónákvæmum sendingum og ódýrum vítaspyrnum sem við fengum á okkur.
Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að gjörsamlega endurstokka liðið. Í fyrsta lagi þarf að skipta um þjálfara og MARGA leikmenn. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en þið getið kannski giskað á þjálfarann :)
Vonandi verður einhver breyting á næsta ári, og þá væri nú gaman að ná inn á topp 3.
Kveðja, BlikMundur!