Pælingar varðandi úrslitaleikinn í ,,Champions Cup'' Já, ég verð að segja eins og er að mér er ansi brugðið við að sjá hvaða lið keppa um bikarinn eftirsótta en eins og flestir fótboltaáhugamenn vita, þá eru það liðin Arsenal og Barcelona sem eigast við í París. En það lið sem maður hefur verið mest ánægðastur með í þessari keppni er án efa Arsenal (held ekki með þeim). Þetta lið hefur komið mér allavega sem mest á óvart í þessari keppni, vegna þess bæði að það er búið að styðjast við ungu og óreynda leikmenn í bland við þá eldri og reyndari. En sá sem óneitanlega dregur þetta lið áfram er snillingurinn Thierry Henry. Þessi maður hefur allt sem sóknarmaður þarf.


Skotkraft, tækni, útsjónasemi og svo gæti maður komið með tæmandi lista en ég ákvað að sleppa því. Aftur á móti hafa Barcelona menn líka komið á óvart, þó að menn höfðu nú spáð því að þeir kæmust allavega uppúr riðlinum sínum. Þeir sigruðu AC Milan í undanúrslitunum og tryggðu sér leik til úrslita. Þó er mesta eftirsjáin í þessari keppni að sjá lið Villareal falla úr keppninni vegna þess að þeir áttu skilið að fara í úrslitin miðað við það hvernig þeir höfðu verið að spila. En vegna slæmra nýtinga á færum, þá klúðruðu þeir leiknum gegn Arsenal og víti sem hefði getað komið þeim áfram í úrslitin.

Annars þá tel ég að leikurinn 17.maí verði æsispennandi og held ég að bæði lið munu berjast til síðasta blóðdropa. Lið Arsenal hefur að státa eins og áður sagði reynsluboltum í bland við unga leikmenn og stendur Thierry Henry og Lehmann uppi hjá mér í liði Arsenal.


Það þarf varla heldur að kynna þá leikmenn í liði Barcelona, en þar er eins og flestir vita Ronaldinho sem talinn og ef ekki er besti knattspyrnumaður heims, Puyol, Samuel Eto, Henrik Larsson o.s.frv. En þó tel ég að Barcelona eigi eftir að fara með sigur á hólmi þar sem lið þeirra hefur komist í úrslit áður, en ekki lið Arsenal, en það er samt aldrei að vita á hverju Arsene Wenger hefur uppá að bjóða.

Ætla ég líka að taka þetta fram að þetta er mín fyrsta grein hér á ,,knattspyrnu'' áhugamálinu svo dæmið mig ekki of hart. Annars þá væri gott að fá ykkar álit kæru knattspyrnuáhugamenn.

Summi kveður……