Liverpool vann FA Youth Cup Já satt er það, Liverpool sigurvegarar FA Youth Cup árið 2006. Glæsilegur árangur en Liverpool vann unglingabikarinn seinast árið 1996 þegar West Ham var sigrað, en ekki minni menn en David Thompson, Jamie Carrager og Michael Owen voru í unglingaliðinu þá. Liverpool lék á móti bráðefnilegum leikmönnum í Manchester City. Fyrri leikurinn sem fór fram á Anfield fór 3-0 fyrir Liverpool og það var ljóst að City menn ættu erfitt verk fyrir höndum í seinni leiknum sem fór fram á Manchester leikvanginum.
City menn (ja, eða strákar) komu hinsvegar sterkir til leiks og sigruðu seinni leikinn með tvem mörkum gegn engu svo að loka niðurstaðan var 3-2 sigur hjá bítlaborgarliðinu.



Liverpool sló út bæði liðin sem léku til úrslita í fyrra, sigurliðið Ipwitch og silvurliðið, Southampton sem þeir mættu í undanúrslitunum. Liverpool hefur tvisvar leikið til úrslita og tapað, ’63 og ’72. Manchester City hafði sigrað Liverpool í bæði skiptin í deildinni svo að annaðhvort lék Liverpool illa í þeim leikjum eða mjög vel í þessum leik. Það hefur kannski hjálpað að það var mikill áhugi fyrir leiknum á Anfield og margir komu til að kvetja þá, m.a. nokkrir leikmenn aðalliðsins.
Leikmennirnir sem skipa liðið eru:
Dave Roberts, Stephen Darby, Robbie Threlfall, Jack Hobbs, Godwin Antwi, Charlie Barnett, Paul Barratt, Ryan Flynn, Miki Roque, Craig Lindfield, Michael Nardiello, Paul Anderson ( sem var ekki nógu góður fyrir West Bromwich Albion 0_o), Jimmy Ryan, Adam Hammill, Ben Parsonage, Josh Mimms, Michael Burns og Jay Spearing.
Í fyrri leiknum sem að Liverpool átti, má segja, skoruðu þeir Robbie Threlfall, Ryan Flynn og Miki Roque. Manchester City átti þó sýna spretti en Dave Roberts var traustur í markinu. Maður leiksins var Paul Anderson sem átti stórkostlegan leik, hann átti m.a. tvær hættulegar hjólhestaspyrnur að marki City og var óheppinn að skora ekki. Áhorendur á Anfield Road voru 12.744 talsins sem má teljast mjög gott miðað við unglingaliðsleik.


Seinni leikurinn á Manchester leikvanginum var spennandi. Manchester byrjaði af krafti og sótti án afláts og Liverpool átti ekki marktilraun fyrr en eftir nær hálftíma leik. Það var 10 mínútum fyrir leikhlé sem að fyrsta mark Manchester kom og var það hann Daniel Sturrige sem skoraði með bylmingsskoti utan teigs. Eftir leikhlé komu Liverpool menn miklu ákveðnari til leiks en þó voru það heimamenn sem bættu við á 56. mínútu og aftur var á ferðinni Daniel Sturrige. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og barist var með kjafti og klóm en þó fór það svo að Liverpool menn töpuðu með tvemur mörkum gegn engu en unnu samtals 3-2. Þungu fargi var létt af leikmönnum Liverpool og var innilega fagnað í leikslok. Fögnuður áhorfandi var mikill en 4þúsund af þeim 9 sem voru á vellinum komu frá Liverpool, sem ég tel nokkuð gott.


Stephen Darby, fyrirliði Unglingabikarmeistara Liverpool, var í skýjunum eftir sigurinn í gærkvöldi og hafði þetta að segja:

,, Þetta er alveg frábær tilfinning og ég held að orð geti ekki lýst því hversu ánægðir við erum. Þetta hafðist vegna þess hversu liðið lagði mikið á sig. City er með frábært lið og þeir hömruðu á okkur í fyrri hálfleik. Við vissum að þetta yrði erfitt en við stóðum allir saman og höfðum okkur í gengum þetta. Þeir Jack Hobbs og Godwin Antwi voru eins og klettar í vörninni með Robbie Threlfall. Annars var þetta verk liðsheildarinnar.

Ef satt skal segja þá lékum við ekki mjög vel í fyrsta leik keppninnar þegar við lögðum Cardiff að velli. En okkur hefur farið fram eftir því sem við höfum farið í gegnum fleiri umferðir og liðinu hefur smá saman vaxið ásmegin. Það var frábært að hafa stuðningsmenn Liverpool til að hvetja okkur áfram. Þeir veittu okkur mikinn styrk og okkur langar að þakka þeim fyrir hinn frábæra stuðning þeirra."