Steve Finnan Steve Finnan, Írski varnarmaðurinn í liði Liverpool. Þessi grein er gerð í tilefni af afmæli kappans (24 feb.) en hann fæddist árið 1976 sem gerir hann þrítugan. Hann er litlu stærri en ég eða 1,81cm. Eins og áður segir þá er maðurinn Írskur en hann fæddist í Limerick í suðurhluta Írlands. Finnan er einn traustasti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag og hann er líka mjög sókndjarfur.


Hann voru fyrstu kaup Gerards Houllier sumarið 2003 en hann kom frá Fulham á 3,5 mill. þann 1 júní. Þegar hann kom til Liverpool var hann að ná sér af meiðslum en hann var eiginlega frá allt tímabilið ’03-’04 vegna þeirra. Tímabilið ’04-’05 lék eiginlega alltaf á kantinum þótt hann væri bakvörður. Hann er fastamaður í liði Írlands en hann spilaði fyrst með því á HM 2002 og spilaði þar mjög vel.


Steve Finnan byrjaði feril sinn hjá utandeildarliðinu Welling United en fór til Birmingham ’95. Þaðan fór hann fljótlega til Notts County, en eftir gott tímabil ’97-’98 keypti Fulham, sem þá var í annari deild, Finnan á 600þús sterlingspund. Hjá Fulham gekk honum allt í haginn og var vinsæll hjá stuðningsmönnunum. Fulham vann síðan aðra deild ’99 og síðar fyrstu deild 2001 og voru þá komnir í úrvalsdeild.
Finnan var valinn í lið ársins á Englandi og hjálpaði Fulham að komast í Intertoto keppnina tímabilið 2001 til 2002.


Kallinn hefur blómstrað undir stjórn Rafael Benites og einokar hægri bakvörðin hjá Liverpool. Finnan hefur skorað 17 mörk á ferlinum, fengið 43 gul spjöld á sig, spilað 497 heila leiki, komið 35 sinnum inná sem varamaður og aldrei fengið á sig rautt spjald.