Stoke City tapaði í gær í Worthington bikarnum á móti 3.deildar liðinu 0ldham í vítaspyrnukeppni. Það var hinn ungi og efnilegi Karl Henry sem brenndi af víti. Það vantaði reyndar nokkra lykilkalla í liðið eins og Brynjar,Ríkharð,James O´Connor,Peter Thorne,Andy Cooke og Gavin Ward.
Aðrar fréttir frá Stoke eru þær að Peter Thorne gæti verið á leiðinni frá Stoke til Cardiff. Cardiff bauð 1,3 milljón punda í Thorne fyrr í vikunni en því boði var hafnað en það er talið að Cardiff reyni að bjóða aftur í Thorne og þá verður erfitt fyrir stjórnina að neita.
Ríkharður Daðason gæti þurft að fara í aðgerð vegna hnésins á sér. Hann hefur ekki æft með liðinu frá því að þeir voru í æfingaferð í Asturríki og það gæti endað með því að hann fari í aðgerð til þess að ganga frá þessum meiðslum, en það má til gamans geta því að þetta eru meiðslin sem hindruðu að hann færi til Hamborg í þýskalandi.