Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag:Ísland fellur um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA


Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Andri Sigþórsson jafnar fyrir Ísland gegn Póllandi.


Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla, fellur um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er nú í 55. sæti en var í 52. sæti fyrir mánuði síðan. Á þessu tímabili hefur landsliðið leikið einn leik, gegn Pólverjum sem endaði með jafntefli.

Frakkar eru sem fyrr í efsta sæti listans, Brasilíumenn hanga enn í öðru sæti þrátt fyrir slakt gengi á þessu ári. Argentínumenn eru í þriðja sæti, þó svo að þeir hafi ekki tekið þátt í Ameríkubikarnum í sumar.

Hástökkvarar listans eru hinir lítt þekktu leikmenn Hondúras sem höfnuðu í þriðja sæti í Ameríkubikarnum. Hondúras stekkur úr 48. sæti í það 23. Sigurvegarar Ameríkubikarsins, Kólumbía hækkar úr 14. sæti í 6. sæti listans. Efstir Norðurlandþjóða eru Danir sem sitja í 18. sæti.


Hvernig er það með fólk hér er það almennt ánægt með okkar landslið eða viljiði einhverjar breitingar og ef svo hvaða?
Persónulega finnst mér að við erum að standa okkur mjög vel miðað við fólksfjölda - en það gerum við jú í öllu svo það ætti ekkert að vera svo stórt atriði! Er ekki að fara koma tími á það að landsliðið okkar komist á EM eða HM - kannski við ættum bara að reyna skrá okkur í Ameríku riðilinn og gá hvernig okkur gengur þar :) við erum jú landfræðilega séð í Ameríku er þaggi!??
En ástæða þessarar greina er mestmegnis sú að fá að sjá skoðun fólks á því hvort að landslið okkar sé að sýna nægilega mikla baráttu,getu og vilja í leikjunum?

Er ekki málið bara það að við berjumst eins og ljón, getum ekki rassgat og viljum alltaf vera bestir!!! :)
Joi Guðni