Ég var á stjörnuvellinum í gær og horfði á Stjarnan - KR. Ég er stjörnumaður og var að brjálast úr spennu frá byrjunn leiks til enda hans. Ég varð ágnæður þegar að stjarnan skoraði fyrsta markið! Ég hélt að sigur væri í höfn, en ég hafði rangt fyrir mér anskotinn hafi það! KR vann leikinn 1 - 4. Hann Andri Sigþórsson eða hvað hann heitir nú skoraði öll fjögur mörkin.
KR er Íslandsmeistari annað árið í röð, mér persónulega fannst að Fylkir hafi átt að vinna núna, þeir hafa verið alveg frábærir þetta tímabil og enginn getur sagt annað en að Fylkir er lið ársins þrátt fyrir að hafa lent í 2. sæti.
Ég óska KRingum til hamingju með sigurinn en ekki búast við að vinna næsta tímabil!
-sphinx-