Þessi leikur sannaði að lið þarf ekki að vera betri aðilinn í leiknum til þess að vinna hann.
Arsenal var allan tíman mun betri aðilinn en Leeds hefur snillinginn Harte í sínum herbúðum sem klikkar ekki á aukaspyrnum rétt fyrir utan teiginn.
Það getur líka verði ótrúlega truflandi þegar lið leggjast í vörn þegar það er komið yfir og nauðvörnin bjargar þeim frá því að mark sé skorað, en Leeds er allveg gríðarlega efnilegt lið og er alltaf að bæta sig. Þeir sýndu mikinn karakter með því að halda sigrinum þrátt fyrir það að vera 9 á móti 11 baráttan hjá þeim var mögnuð enda söfnuðu þeir að sér gulu spjöldunum.
Leikmenn eins og Pires og Cole eru búnir að bæta sig allveg ótrúlega undanfarið misseri og láta þeirr ekkert stoppa sig.
Það er augljóst að þarna voru tvö lið sem eiga eftir að ganga hart á eftir Manchester U í keppninni um sigur í úrvalsdeildinni.
Það er líka þess virði að nefna framgang Boltonmanna em eru núna með sex stig á toppi með deildarinnar með Guðna Bergsson fremstan í flokki eftir 1-0 sigur á mönnum Mclaren(Boro) í Bolton.