sá þennan leik í gær. 1-1 úrslit. Anderton kom Spurs yfir rétt fyrir hálfleik en í seinni hálfleik jafnaði Ferguson úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleik sauð uppúr, David Ellerey er að mínu mati hálfviti eftir þennan leik. Í fyrri hálfleik dæmdi hann spurs í hag alltaf, og oftast óréttmætt en í seinni rak hann tvo menn útaf á tveim mínutum, fyrst Doherty, fyrir frábæra tæklingu sem var ekki einu sinni brot, hvað þá spjal og svo Puoyet fyrir brot sem hann hefði átt að fá áminningu fyrir en alls ekki rautt spjald. Grófasta brot leiksins var samt í fyrri hálfleik þar sem Taricco braut á Gravesen fyrir framan Ellerey, einhver sóðalegasta tækling sem ég hef séð og Ellerey dæmdi ekki einu sinni brot þar sem Taricco hefði átt að fjúka útaf. Taricco bað aðdáendur og leikmenn síðan afsökunar eftir leikinn. Ledley King var maður leiksins, og segja enskir fjölmiðlar hann vera betri en Sol Campbell þegar hann var á sama aldri, en King er aðeins tvítugur að aldri og hefur verið besti maður Tottenham í þessum tveim fyrstu leikjum.
Að horfa á dómara leiksins gjörsamlega eyðileggja leikinn var hræðilegt, þetta skemmdi leikinn algjörlega en Tottenham menn sýndu mikinn karakter og vörðust vel og náðu jafntefi.