jájájá……enn heldur óstöðvandi sigurganga Crystal Palace áfram og í þetta skiptið urðu lánlausir Stockport ræflar fyrir barðinu á snillingunum frá Lundúnum…
Leiknum lauk með 4-1 bursti heimamanna. Finnski miðjumeistarinn Aki Rihiilahti skoraði fyrsta markið snemma í seinni hálfleik, en Stockport menn gerðust svo ósvífnir að jafna leikinn stuttu seinna. Þá tók til sinna ráða írski landsliðsmaðurinn Paddy O´Morrison og kom Palace aftur yfir. Eitthvað fór það í taugarnar á einum leikmanna Stockport sem greip þá til ólöglegra bardagaðferða og var að sjálfsögðu rekinn af velli fyrir það. Þá gengu Hallarmenn á lagið og þeir félagar Freedman og rauðhærði Guinnes-þambarinn Morrison gerðu út um leikinn á loka mínútunum. Semsagt 4-1 burst.
Maður leiksins: tvímælalaust hin nýja írska þjóðhetja og heimsmestari í guinnessdrykkju og frekknu-söfnun, Paddy O´Morrison.
Í kvöld (þriðjudag) mun Palace svo taka á móti þriðjudeildar risunum Leyton Orient í fyrstu umferð Worthless Cup. Ég mun skrifa sjónvarpsstöðinni Sýn harðorðað bréf fyrir að sýna ekki þann leik, heldur frekar Rassenal og Leeds leikinn……ég bara skil það ekki!!
enn ég mun glaður tilkynna ykkur frá gangi mála hjá Kristalshöllinni og ógnvænlegum markaskorunar kröftum þeirra á móti Orient seinna…….