Fæddur: 24 Júlí 1979
Fæðingarstaður: Le Puy-en-Velay í Benian
Þjóðerni : Frakkland
Hæð: 175cm
Þyngd: 72Kg
Landslið: Frakkland
Staða: Hægri kantmaður/Framherji
Sidney hefur aðeins spilað fyrir eitt lið og eru það frönskumeistararnir Olympique Lyon. Hans fyrsti leikur fyrir aðallið Lyon var á móti Auxerre þann 15. Janúar árið 2000 en honum lauk með 2-0 sigri Auxerre.
Hann hefur mjög mikinn hraða og mjög góða tækni og spilar því yfirleitt sem hægri kantmaður en getur þó einnig spilað frammi og á miðjunni.
Tímabilið 2000/2001 skoraði hann tvisvar í leik Lyon og Bayern Munchen í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og skoraði hann 10 mörk í 29 deildarleikjum fyrir Lyon sem urðu franskir deildarmeistarar í fyrsta skipti. Hann skoraði einnig í Meistaradeildarleikjum gegn Fenerbahçe SK og Bayer Leverkusen og eitt mark gegn FC Slovan Liberec í Evrópukeppni félagsliða.
Sidney var kallaður hinn næsti Thierry Henry eftir að hann birtist í u21 árs landsliði Frakklands sem sem komust í úrslitaleik í Evrópukeppni landsliða u21 árs.
Mög stórlið hafa haft áhuga á þessum knáa leikmanni vegna glæsilegrar frammistöðu hans en í Apríl 2002 gerði hann samning við Lyon sem heldur honum til ársins 2008 og hefur hann ennþá reglulega verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu og má þar m.a. nefna Man Utd og Liverpool svo eitthvað sé nefnt.
Jacques Santini landsliðsþjálfari Frakka þekkti hann mjög vel enda lék Govou undir hans stjórn hjá Lyon um tíma og valdi hann Govou í landsliðshóp Frakka til að leika gegn Túnis í ágúst 2002. Þar lék Govou sinn fyrsta landsleik fyrir aðallið Frakklands og skoraði sitt fyrsta mark fyrir franska landsliðið í undankeppni EM 2004.
Þetta tímabil hefur hann skorað 4 mörk í 28 deildarleikjum en hann hefur skorað 67 mörk í 217 leikjum í öllum keppnum fyrir Lyon og hefur hann skorað 3 mörk í 19 leikjum fyrir Frakkland.
Og eitt er víst að Thierry Henry mun þurfa að vara sig því þetta er hörku leikmaður og gæti tekið hans sæti í landsliðinu og vonandi að við fáum að sjá þennan frábæra knattspyrnumann blómstra á HM í sumar.
Hook - Ups