Fullt Nafn: Pablo Cesar Aimar
Aldur: 25 ára ( 3 nóvember '79)
Þjóðerni: Argentína
Staða: Miðjumaður
Lið: Valencia
Landsleikir(mörk):
Mörk: 34 í 180 leikjum
Pablo Cesar Aimar fæddist í Río Cuarto í Argentinu þann 3 nóvember 1979. Aimar byrjaði ferill sinn með unglingaliðum River Plate í Argentínu og var fyrst treyst til að spila í byrjunarliði aðalliðs River Plate tímabilið 1997/1998, þá aðeins 19 ára gamall, en þá vann liðið einmitt tvo titla.
Eftir að hafa spilað sig í aðallið River fór orðspor Aimars að berast víða um Evrópu og vakti hann mikla hrifningu margra stórra klúbba, og í janúar 2001 valdi hann að fara á Mestalla og spila fyrir Valencia, og var hann keyptur fyrir 24 milljónir evra og skrifaði undir sjö ára samning, og sama ár varð Valencia spænskur meistari og einnig spilaði hann í liði Valencia þegar þeir töpuðu gegn Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Og það ár spilaði hann 10 deildarleiki og 8 í Meistaradeild Evrópu og skoraði hann tvö deildarmörk.
Eftir að hafa skorað 8 mörk í 31 leik tímabilið 2002/2003 og unnið sig í byrjunarlið Valencia, og tímabilið 2003/2004 var hann oftar spjaldaður en að hann skoraði, en spjöldin urðu 5 en mörkin 4, en samt hélt hann áfram að sýna sig og sanna og spilaði lykilhlutverk þegar liðið vann UEFA keppnina í úrslitaleik gegn Marseille 2-0 í Gotenborg.
Tímabilið 2004/2005 var ekki það besta hjá Aimar, því nýr þjálfari tók við eftir að Rafael Benítez fór til að taka við Liverpool og með því fór hann inn og útúr liðinu og endaði svo mikið á bekknum og sagðist gjarnan vilja fá að spila meira eða fara, og þá fór Rafael Benítez að reyna að fá sinn gamla lærisvein aftur, en nú til liðs við Liverpool, og hefur hann reglulega verið orðaður við sölu til Liverpool og þykir mér ekkert ólíklegt að hann geti farið þangað á endanum. En þetta tímabil hefur hann spilað sig aftur sem reglulegann byrjunarliðsmann í Valencia og er hann stöðugt að bæta sig og gaman verður að sjá þennan litla og snjalla Argentínumann eftir nokkur ár.
Hook - Ups