Bolton kom heldur betur á óvart með 5-0 sigri á Leicester á útivelli en það eru fáir sem hafa spáð því að Bolton haldi sér í deildinni. Nolan og Frandsen skoruðu tvö mörk hvor og Ricketts skoraði eitt.
Everton vann útisigur á Charlton 1-2 með mörkum frá Duncan Ferguson (víti) og David Weir. Jonatan Johansson skorði fyrsta mark leiksins fyrir Charlton.
Derby sigraði nýliða Blackburn 2-1. Ravanelli skoraði fyrst fyrir Derby og Christie bætti svo við marki, Nathan Blake svaraði fyrir nýliðana seint í leiknum.
Leeds vann Southampton sanngjarnt 2-0 með mörkum Bowyer og Alan Smith. Lundekvam fékk rautt fyrir Southampton rétt fyrir leikslok.
Michael Owen skoraði bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri á West Ham, en Paulo Di Canio skorði mark West Ham úr vítaspyrnu.
Middlesbrough steinlá 0-4 heima gegn Arsenal. Henry Pires og Berkamp (2) skoruðu mörkin en Ray Parlour og Ugo Ehiogu voru reknir útaf með rauð spjöld.
Sunderland vann sanngjarnan 1-0 sigur á Ipswich með marki Kevin Phillips úr víti.
Tottenham og Aston Villa skildu jöfn 0-0.