Jæja, loksins kom það.
Eftir frekar brösótt sumar tókst KR að innsigla Íslandsmeistartitilinn í knattspyrnu karla í dag í stór skemmtilegum leik við Stjörnuna á Stjörnuvelli.
KR byrjaði leikinn af krafti en eftir 11 mínutu leik hafði Stjarnan náð að skora þvert gegn gangi leiksins.
Við markið var eins og ákveðin lægð kæmi í KR liðið og Stjarnan færðist öll í aukana. Það var greinilegt að sjálfsálitið hafði vaxið verulega hjá Stjörnuni við markið sem Boban Ristic skoraði.
Stjarnan féll skemmtilega aftur og beytti skæðum skyndisóknum. Við KRingar máttum þakka fyrir að fá ekki á okkur fleiri mörk á fyrstu 40 mínutum leiksins.
KRingar áttu þó mjög skæðar og þungar sóknir og má segja að 80% af fyrri hálfleik hafi farið fram á vallarhelmingi Stjörnunar.
Það var svo Andri Sigþórsson sem jafnaði leikinn fyrir KR á 45. mínutu.
Pétur talaði greinilega við sína menn í hálfleik því Íslandsmeistararnir mættu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og greinilega staðráðnir í að verja titil sinn.
KR-ingar léku við hvern sinn fingur og stjórnuðu leiknum allan seinni hálfleik.
Andri skoraði 3 mörk í viðbót í síðari hálfleik á 50. 55. og 65 mínutu. Mörkin hjá honum hefðu hæglega getað orðið fleirri.
Með þessum 4 mörkum hjá Andra er hann markahæsti maður mótsins ásamt Guðmundi Steinarssyni með 14 mörk. Andri hefur hinsvegar aðeins spilað 16 leiki meðan Guðmundur hefur spilað 18 þannig að gullskórinn er Andra.
Þetta er glæsilegur endir á annars ágætu sumri.
Leiðinlegt að Stjarnan þyrfti að falla en svona er boltinn.
Það er gaman að geta þess að um miðjan síðari hálfleik bættist liðsauki við stuðningsmenn Stjörnunar þegar að nokkrir af stiðningsmönnum Fylkis mættu á völlin til að styðja Stjörnuna. Þeir mættu með trommur og allan pakkann.
Fylkir er búið að standa sig stórvel í sumar og eiga heiður skilið fyrir frábæran fótbolta. Leiðinlegt að eftir svona stórskemmtilegt sumar að þeir skyldu tapa 2 leikjum í röð og detta þar með úr bikarnum og missa af Íslandsmeistaratitlinum. En það kemur annað sumar eftir þetta og gaman að vita að annað stórveldi er að byggjast upp þarna uppí Árbæ.
Jæja, ég er farinn útá Eiðistorg að fagna með mínu liði og þakka ykkur fyrir sem hafa verið að skrifa hérna í sumar um boltann.
ÁFRAM KR….
Xavie