Enska A-landsliðið náði ekki að fylgja eftir frábærum 4-0 sigri U-21 liðsins á Hollendingum. Holland sigraði leikinn á White Hart Lane 2-0 og verður að segjast að það var mjög sanngjarnt. Enginn leikmaður enska landsliðsins virtist vera tilbúinn í þennan leik og fannst mér Alan Smith vera eini leikmaður liðsins sem sýndi einhvern vilja og smá baráttu, en hann spilaði í aðeins 20 mín. Tímasetning þessa leiks var mjög döpur, í sömu viku og deildakeppnin á Englandi byrjar, en það virtist ekki hafa áhrif á Hollendingana sem margir spila á Englandi í vetur. Van Bommel skorðai glæsilegt mark af c.a. 30 metra færi, hamraði boltan utanfótar í samskeytin inn, gjörsamlega óverjandi fyrir Maryn í markinu, en Martyn átti að gera betur þegar hann sló fast skot Zenden til Nistelrooy sem skorði örugglega.
Hollendingarnir spiluðu góðan fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik og gaman verður að sjá Zenden með Chelsea og Nistelrooy með Man.Utd. í vetur og báðir þessir leikmenn virðast vera skuggalega sterkir. Nistelrooy er ótrúlega skotviss og öruggur á boltan og kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði markakónugur komandi tímabils. Zenden er með þeim fljótustu í boltanum ásamt því að vera góður skotmaður og leikinn.
Englendingar, sem reyndar voru án margra lykilmanna verða að bæta sig mikið fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í byrjun september ef þeir ætla að eiga séns.