ENDURKOMA WINNIE
Þjálfari KR, David Winnie, lék með venslafélaginu Fjölni í leik þeirra við Sindra í gær. Líklegt er að Winnie taki fram skóna og leiki í vörn KR gegn Keflavík á sunnudaginn vegna meiðsla Gunna Einars. KR-ingar vona að með endurkomunni takist að stoppa í þau göt sem hafa myndast í vörnina í sumar.
—
SÍMADEILD KVENNA
ÍBV rótburstaði Grindavík í Símadeild kvenna á þriðjudaginn. Lokatölur leiksins sem fram fór í Grindavík urðu 9-0. Bryndís Jóhannesdóttir og Íris Sæmundsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk og Pauline Hamill skoraði eitt. Eftir 11. umferð er staða toppliðanna þannig að Breiðablik er í efsta sæti með 26 stig. Þá koma KR-stúlkur með 24 og ÍBV er með 22 stig í þriðja sæti.
—
SAMEINING FRAM OG ÞRÓTTAR?
Af Fram.is: Talsverðar umræður hafa spunnist meðal stuðningsmanna FRAM um stöðu félagsins í borginni síðustu misseri, en umræðan komst á nýtt stig þegar Kristinn R. Jónsson, þjálfari FRAM, lýsti því yfir hér á FRAMvefnum að hann væri hlynntur sameiningu FRAM við annað félag og undir það tók síðan Valur Fannar Gíslason, fyrirliði FRAM. En hvað segir formaður FRAM, Fótboltafélags Reykjavíkur, Sveinn Andri Sveinsson? “Þann tíma sem ég var formaður aðalstjórnar var umræða um sameiningarmál stöðugt í gangi. Viðræður við Fjölni voru komnar mjög langt þegar það mál dagaði uppi vegna tregðu beggja megin. Þróttarar komu til mín fyrir þær viðræður og vildu sameinast og við vorum til í það, en Reykjavíkurborg eyðilagði þann kost með samningnum við Þrótt. Nú er ég ekki lengur formaður aðalstjórnar, þ.a. málið er ekki lengur í mínum höndum. Sem formaður hlutafélagsins hef ég gaukað tillögum að formanni Þróttar um sameiningu meistaraflokka félaganna, en ekki fengið viðbrögð.” Í Heklusporti í gær kom svo fram að Þróttarar hafi ekki áhuga á sameiningu því liðið sé á uppleið og Fram sé aðeins að sækjast eftir aðstöðu Þróttar í Laugardalnum.
—
KR SAMEINAST KR
Samkvæmt kr-ingar.is þá fór framhaldsaðalfundur KR-Sport hf. fram í vikunni. Til stendur að sameina Rekstrarfélag KR og KR-Sport. Verður því ein stjórn starfandi eftir sameininguna, í stað tveggja áður. Er takmarkið með þessum aðgerðum að ná fram hagræðingu í fjárhagslegum rekstri. Einnig kemur fram kemur að með þessu verði yfirstjórn mála hjá KR færð nær félaginu og ábyrgð stjórnenda verði skýrari.
Copy/Paste af kr-ingar.is:
Í nóvember 1998 gerðu KR-Sport hf. og Knattspyrnudeild KR með sér samkomulag um að stofna KR-rekstrarfélag. Rekstrarfélagið hefur starfað sem sjálfstæð eining innan Knattspyrnudeildar (með sömu kennitölu og deildin) og annast daglegan rekstur meistaraflokks karla, varaliðs og 2. flokks karla. Þetta þótti rétt fyrirkomulag þá en síðan hefur komið í ljós nauðsyn þess að einfalda fyrirkomulagið. Aðalfundur KR-Sport hf. var haldinn í vor en þar var samþykkt að fresta fundinum þar til fundin væri lausn á þessu fyrirkomulagi. Þriggja manna nefnd hefur starfað í sumar og í gær (13. ágúst) var tillaga þeirra samþykkt í stjórn knattspyrnudeildar með fyrirvara um samþykkt aðalfundar sem verður líklega haldinn í nóvember. Tillaga þremenninganna var samþykkt á framhaldsaðalfundi KR-Sport hf. í dag.
Með samkomulaginu verður Rekstrafélagið lagt niður en ný stjórn KR-Sport hf. fer með verkefni Rekstrafélagsins, þ.e. daglegan rekstur meistaraflokks karla, varaliðs og 2. flokks karla. Þeir sem sátu í stjórn Rekstrafélagsins voru kjörnir stjórn KR-Sport hf. með þeirri breytingu þó að Andri Sveinsson tekur sæti Guðmundar Davíðssonar. Aðriri í stjórn eru: Jónas Kristinsson, Daníel Guðlaugsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Kristinn Kjærnested, Valur Páll Þórðarson og Þorvaldur Björnsson.
Þetta samkomulag breytir því ekki að Knattspyrnudeild KR á áfram keppnisrétt félagsins á opinberum mótum og samningar við leikmenn eru áfram eign deildarinnar. KR-Sport hf. hefur hins vegar umboð til þess að gera samninga við leikmenn, selja leikmenn eða rifta samningum.
Að undanförnu hafa málefni KR verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum og í umræðu knattspyrnuáhugamanna. Af því tilefni vill stjórn Rekstrarfélagsins - frá og með deginum í dag stjórn KR-Sport hf. - taka fram að spekúlasjónir í fjölmiðlum um krísufund stjórnar og framtíð þjálfarans og einstakra leikmanna eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Stjórnin treystir þjálfara og leikmönnum fullkomlega til að klára verkefnið sem framundan er.
Fjárhagur félagsins hefur líka verið mikið til umræðu að undanförnu. Að undanförnu hefur Rekstrarfélagið (hér eftir KR-Sport hf.) lagt mikla vinnu í að koma honum í rétt horf og hefur sú vinna nú skilað mjög góðum áragnri.