Kynþáttafordómar!! Kynþáttafordómar er eitthvað sem ætti ekki að sjást í þessari skemmtilegu íþrótt, knattspyrnu. Það er alveg hreint út sagt skelfilegt að verða vitni af kynþáttafordómum á knattspyrnuleik. Á Englandi er fremur lítið um þetta þar sem það hefur verið barist á móti þessu lengi og áhorfendur bera virðingu fyrir húðlit leikmanna. Þótt að vissulega eru einn og einn áhorfandi sem er með stæla en Enska knattspyrnusambandið tekur alltaf hart á því. Á Ítalíu er þessu haldið dáldið í skefjum en stundum eru áhorfendur með stæla við leikmenn. Zoro leikmaður Messina á Ítalíu og landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinar lendi í þessari óskemmtilegu lífreynslu á leik fyrir stuttu og feldi hann tár sem er ekkert skrítið þar sem geta bara ekki skemmt sér yfir fótbolta heldur þurfa alltaf að vera með einhverja stæla. Spánn er samt verst af öllum löndunum að ég tel. Þar lenda svartir leikmenn frakr oft í þessu. Samuel Eto leikmaður Barcelona og Kamerrún lendi í að stuðningmenn Real Zaragoza voru með kynþáttafordóma. Eto brást þannig við að hann ætlaði að rjúka af vell en eftir smá íhugun og tal við dómara og leikmenn ákvað hann að halda leiknum áfram. Zaragoza fengu að sjálfsögðu sekt eftir þetta upp á nokkur þússund evra. Las um atvik fyrir stuttu um leikmann sem var dæmdur í 120 daga og 4 leika bann fyrir að hafa blótað svörtum bann í sand og ösku um húðlit hans eftir að sá fyrr nefndi hafði verið vikið að vell fyrir tæklingu og taldi hann svarta leikmanninn hafa ýkt mikið.Þetta gerðist að mig minnir í Brasilíu. Í Hollandi gerðist það fyrir einhverjum misserum að dómarinn flautaði leikinn af út að kynþáttafordómum(endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með vitlaust mál. Það var líka í fréttunum fyrir svolitlu að áhorfandi sem var á leik Man Utd og Liverpool fyrir stuttu hafi lesið af vorum eins leikmanns Liverpool að hann væri með kynþáttafordóm í garð Patrick Evra bakvarðar Man Utd.

Að mínu mati ætti FIFA að gera allt í sínu valdi til að sporna gegn þeirri þróun sem gæti orðið að sumir áhorfendur kæmust upp með svona skandal. Þetta hefur gengið ágætlega það sem af er og væri nú flott að eftir 2-3 ár eða styttri tíma sæjist ekki svona lengur á knattspyrnuvöllum um alla Evrópu. Þetta er bara næstum allt í höndunum á knattspyrnusamböndum heimalands síns að taka vel á þessu og stoppa þetta. Ég held þeir sem eru að þessu séu bara að reyna koma óvinaliðinu úr jafnvægi með svona rugli. Sem betur fer er Ísland og England nærrum því alveg laust við þetta.
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”