Ísland og Pólland léku vináttulandsleik í kvöld á Laugardalsvelli. Pólland komst yfir á 20. mínútu, vel studdir af fjölmörgum Pólskum áhorfendum, þegar Hermann Hreiðarsson skoraði klaufalegt sjálfsmark. Greinilega miskilningur milli hans og Árna markvarðar. Löng sending kom fram á vallarhelming Íslendinga og Hermann ætlaði að skalla boltann til Árna sem var kominn of framarlega í markinu og boltinn fór yfir hann. Seint í síðari hálfleik jafnaði Andri Sigþórsson metin eftir sendingu frá Marel Baldvinssyni. Markið kom eftir mikil mistök varnarmanns Pólverja og baráttu Eyjólfs Sverrissonar. Allir varamenn Íslands fengu að spreyta sig og voru þrír leikmenn sem spiluðu sinn fyrsta A-landsleik, Marel Baldvinsson, Ólafur Stígsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Úrslitin 1-1 jafntefli.
Byrjunarlið Póllands:
Jerzy Dudek, Feyenoord (M)
Tomasz Klos, Kaiserslautern
Tomasz Hajto, Schalke
Mariusz Kukielka, Amica Wronki
Kamil Kosowski, Wisla
Jacek Krzynowek, Nürnberg
Marek Kozminski, Brescia
Pawel Kaczorowski, Polonia
Pawel Kryszalowicz, Eintracht Frankfurt
Marcin Zewlakow, Excelsior
Tomasz Waldoch, Schalke
Byrjunarlið Íslands:
Árni Gautur Arason (M)
Hermann Hreiðarsson
Eyjólfur Sverrisson
Auðun Helgason
Arnar Viðarsson
Pétur Marteinsson
Helgi Kolviðsson
Arnar Grétarsson
Heiðar Helguson
Tryggvi Guðmundsson
Andri Sigþórsson