Jæja, ætla hér að henda minni fyrstu grein á /knattspyrna í mjög langan tíma og í þetta skipti er það um útlendingamálin..
Núna hef ég verið að velta því fyrir mér undanfarið eru þessi útlendingamál.. Það sem t.d. Arsene Wenger er að gera er mjög slæmt mál fyrir Enskan fótbolta vegna þess að hann notar svo fáa Englendinga..
Þetta er farið að vera svona hér á landi líka, lið (Sérstaklega ÍBV hef ég tekið eftir) Eru að sópa að sér erlendum leikmönnum sem er ekki gott fyrir framtíð Íslands í fótbolta því ef lið eru að fá til sín of marga erlenda menn þá fá bara færri og færri Íslendingar tækifæri á að sanna sig og komast út í atvinnumennsku og mun þá t.d. Íslenska landsliðið dvína verulegam mikið ef þetta verður raunin..
Á Íslandi finnst mér þetta kannski verra mál heldur en kannski á Englandi þar sem mér finnst Ísland þurfi að taka sig á í að gera landsliðið betra en það er þar sem landslið okkar er einfaldlega ekki nógu gott að mínu mati.. England er með rosalegt lið nú þegar þannig að það þarf ekki eins mikið að taka á þessu eins og á Íslandi..
Wenger hefur verið að leita mjög lítið til Englands eftir leikmönnum heldur hefur hann verið að safna að sér ungum og góðum mönnum frá spáni, Hollandi og Frakklandi.. Dæmi eru: Persie, Fran Merida, Fabregas, Diaby, Flamini, Adebayor og jafnvel fleiri.. Slæm þróun fyrir hið Enska landslið sem vill ólmur stefna að Heimameistaratitli sem fyrst.. Mér finnst Ferguson vera einn duglegasti á Englandi (af stóru liðunum) í að vera með Enska leikmenn í sínum hópi.. Hann hleypir Enskum mönnum vel inn.. Neville, Ferdinand, Rooney, Smith, Brown, Scholes og þeir eru einnig orðaðir við Joey Barton og Kevin Nolan.. Þó ég þoli lítið United þá er þetta það sem ég er einna hrifnastur af hjá Manchester United..
En mínir menn í Arsenal hafa þetta ekki og ég væri alveg til í að fá því lagað..