það er mín siðferðislega skylda að tilkynna ykkur að fyrstu deildar stórveldið Crystal Palace byrjar leiktíðina á því að sigra Rotherham 3-2 á útivelli.
Eftir að hafa lennt 2-0 undir vegna tveggja slæmra mistaka lettneska markvarðarins Kolinko tóku Palace menn sig á og Freedman minnkað muninn úr víti eftir að gróflega hafði verið brotið á honum rétt fyrir hálfleik.
Steve Bruce hélt mikin lestur yfir sínum mönnum í hálfleik og varð það til þess að menn tóku sig vel á og finnski snillingurinn Aki Riihilahti jafnaði og bakvörðurinn Jamie Smith skoraði svo sigurmarkið korter fyrir leikslok.
Semsagt verðskuldaður og öruggur sigur Palace í fyrsta leik tímabilsins.
Næstu fórnarlöm Kristalhallartuðrusparkara verð Stockport sem afgreiddir verða á Selhurst Park næsta laugardag.
Ég mun einnig segja frá þeim leik í nákvæmum smáatriðum.