
Fram kom sér úr fallsætinu með 3-1 sigri í Grindavík. Leikurinn var mikil skemmtun. Viðar Guðjónsson, sem kom inn í liðið í fjarveru Þorbjörns Atla Sveinssonar, skoraði fyrsta mark leiksins með fínum skalla. Framarar björguðu á marklínu er Grétar Hjartarson átti ágætan skalla að marki um miðjan hálfleikinn. Á 33. mínútu jafnaði Óli Stefán Flóventsson með föstu skoti úr teignum eftir varnarmistök. Sinisa Kekic fékk rautt spjald er hann reyndi að gefa Val Fannari Gíslasyni olnbogaskot og heimamenn einum færri. Aðeins mínútu síðar nýttu Framarar sér liðsmuninn er Ásmundur Arnarson vippaði yfir Albert í markinu og skoraði. Grindjáninn Grétar Hjartarsson komst einn í gegn á móti Gunnari Magnússyni markverði á 80.mínútu. Gunnar braut á Grétari og fékk að sjálfsögðu rautt. Framarar voru búnir að nota allar sínar skiptingar og því varð útileikmaður að fara í markið. Ingvar Ólason bauð sig fram og upphófst mikil varnarhrina hjá Safamýrarmönnum. Þeir gættu þess að Suðurnesjamenn næðu ekki skoti að marki og það tókst. Í blálokin bættu Framarar við þriðja markinu þegar varamaðurinn Andri Fannar slapp einn í gegn og skoraði.
ÍA komst í efsta sæti Símadeildarinnar eftir að hafa lagt Valsmenn með tveimur mörkum gegn engu. Skagamenn náðu að brjóta ísinn á 38. mínútu þegar Grétar Rafn Steinsson skoraði eftir hornspyrnu og skömmu síðar var það Baldur Aðalsteinsson sem skoraði með skalla, einnig eftir hornspyrnu. Eftir mörkin tvö var allur vindur úr heimamönnum. Valsmenn fóru illa með færin sín og Ólafur Þór markvörður ÍA varði á ótrúlegan hátt skalla frá Guðna Rúnari Helgasyni á 65. mínútu. Valsmaðurinn Ármann Smári Björnsson skallaði í þverslá á 82. mínútu en ekki vildi boltinn fara í markið.
ÍA - Valur 2-0
1-0 Grétar Rafn Steinsson (38)
2-0 Baldur Aðalsteinsson (42)
Grindavík - Fram 1-3
1-0 Viðar Guðjónsson (13)
1-1 Óli Stefán Flóventsson (33)
RAUTT Sinisa Kekic, Grindavík, (43)
1-2 Ásmundur Arnarson (46)
RAUTT Gunnar Sveinn (m), Fram, (80)
1-3 Andri Fannar Ottósson (94)
Fylkir - Breiðablik 0-1
0-1 Kristján Carnell Brooks (2)