
FH-ingar mættu Keflavík í hörkuleik á Kaplakrikavelli. Fjögur mörk litu dagsins ljós í Krikanum og úrslit urðu 2-2. Þórarinn Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 7.mínútu og Guðmundur Steinarsson kom Keflavík í 2-0. Jóhann Möller og Jón Þ. Stefánsson skoruðu sitt markið hvor fyrir FH í seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir beggja liða á lokakaflanum.
FH - Keflavík 2-2
0-1 Þórarinn Kristjánsson (7.mín)
0-2 Guðmundur Steinarsson
1-2 Jóhann Möller (57.)
2-2 Jón Þorgrímur Stefánsson (70.)
KR - ÍBV 0-2
0-1 Atli Jóhannsson (43.)
0-2 Tómas Ingi Tómasson (54.)
RAUTT Páll Almarsson (ÍBV) (74)