Staða Íslandsmeistara KR fer hríðversnandi og í gær töpuðu þeir á heimavelli gegn ÍBV. Gestirnir unnu sannfærandi sigur 2-0. KR-ingar hafa ekki unnið leik frá 1.júlí og var þetta þeirra fjórði heimaleikur í röð án sigurs. Fyrsta mark leiksins skoraði Atli Jóhannsson rétt fyrir leikhlé og Tómas Ingi Tómasson bætti öðru við tíu mínútum síðar. Eyjamenn léku einum færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Páll Almarsson fékk rautt, en það kom ekki að sök og eru þeir nú komnir upp í þriðja sæti Símadeildarinnar. KR-ingar eru hinsvegar í bullandi fallhættu og geta dottið í fallsæti í kvöld ef Fram vinnur Grindavík.
FH-ingar mættu Keflavík í hörkuleik á Kaplakrikavelli. Fjögur mörk litu dagsins ljós í Krikanum og úrslit urðu 2-2. Þórarinn Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 7.mínútu og Guðmundur Steinarsson kom Keflavík í 2-0. Jóhann Möller og Jón Þ. Stefánsson skoruðu sitt markið hvor fyrir FH í seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir beggja liða á lokakaflanum.
FH - Keflavík 2-2
0-1 Þórarinn Kristjánsson (7.mín)
0-2 Guðmundur Steinarsson
1-2 Jóhann Möller (57.)
2-2 Jón Þorgrímur Stefánsson (70.)
KR - ÍBV 0-2
0-1 Atli Jóhannsson (43.)
0-2 Tómas Ingi Tómasson (54.)
RAUTT Páll Almarsson (ÍBV) (74)