Liverpool - Man. Utd Laugardaginn 18 febrúar árið 2006 mættust stórliðin Liverpool og Manchester United í FA – bikarnum. Þessi lið hafa mæst 14 sinnum og Manchester hefur sigrað 8 leiki, 4 hafa endað með jafntefli og Liverpool hafði aðeins sigrað 2 leiki
þar til á laugardaginn. Liverpool hafði ekki sigrað United í 85 ár í bikarnum eða í janúar árið

1921 þegar Harry Chamber skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri.


Seinasti leikur liðanna í bikarnum var árið 1999 þegar Dwight Yorke og Ole Gunnar Solskjær skorðu mörk United og Michael Owen fyrir Liverpool í 2-1 sigri United. Manchester United hefur oftast lið unnið FA – bikarinn eða 11 sinnum en Liverpool hefur unnið 6 sinnum.


Gengi Manchester á tímabilinu:


Það hefur gengið ágætlega hjá United þetta árið, fyrir utan að vera dottnir úr meistaradeildinni. Þeir leika þann 26. febrúar í úrslitum Carling Cup gegn Wigan. Þeir eru líka í harðri baráttu við Liverpool um annað sætið í deildinni. Wayne Rooney og Ruud Van Nistelrooy hafa skorað samtals 29 mörk í úrvalsdeildinn í ár. Lið United hefur verið að ströggla með miðjumenn og héldu flestir að Sir Alex myndi kaupa miðjumann í janúarmánuði en svo var ekki, hann keypti Patrice Evra og Nemanja Vidic sem eru báðir varnarmenn.


——- VDS ——-

— G.Neville Brown - Nemanja Vidic —– Evra —-

– Ronaldo - Giggs - Fletcher —– Park —–

—– Rooney - RVN ———



Gengi Liverpool á tímabilinu:


Eftir að hafa tapað fyrir ManUtd , Chelsea og Charlton virðist lið Liverpool vera að koma aðeins til baka. Góðir sigrar á Wigan og Arsenal halda þeim í baráttunni um 2 sætið í deildinni en Liverpool hefur aðeins fengið 7 stig af 15 mögulegum og eru það 8 dýrmæt stig sem fara þar. Liverpool gengur vel í meistaradeildinni og á þar titil að verja en þeir mæta Benfica þann 21 þessa mánaðar. Mikið hefur verið rætt um framherja Liverpool og að þeir skori ekki nógu mikið en vonandi er það allt að koma til.


————– Reina —————

— Finnan – Carra - Hyypia — Riise —

– Garcia – Sissoko - Gerrard– Kewell –

– Crouch Cisse —



Um leikinn:


5 umferð FA – bikarins á Englandi. Liverpool FC gegn Manchester United. Leikurinn fór fram á heimavelli Liverpool, Anfield sem hefur verið sagður einn af erfiðustu útivöllum á Englandi. Hjá Manchester eru Heinze, Scholes, John O’Shea og Fortune meiddir en United var samt með mjög sterkt byrjunarlið og ég sá ekki neina galla við það. Hjá Liverpool eru Zenden og Xabi Alonso meiddir en þeir stiltu upp líka mjög sterku byrjunarliði. Slys á East Lancs Road olli því að lið ManUnited tafðist og mættu 50 mínútum fyrir upphaf leiks, án Rio Ferdinand sem fann til tognunar í baklærisvöðva. Þar með var ljóst að Wes Brown fékk nýjan félaga, Nemanja Vidic, og átti sá eftir að eiga heldur örðugan leik.


Það var ekki gefið neitt eftir frá fyrstu mínútu á Anfieldí dag. Ekki það að nokkur ætti von á því. Liðin byrjuðu rólega og þreyfuðu fyrir sér á vellinum. En Liverpool náði smá saman yfirhöndinni og á 18. mínútu kom fyrsta hættulega færi leiksins. Steven Gerrard sendi þá aukaspyrnu frá hægri fyrir markið. Harry Kewell skallaði að markinu en Edwin van der Sar varði frábærlega í horn með því að slá boltann framhjá. Steven Gerrard tók hornspyrnuna stutt á Steve Finnan sem sendi fyrir markið. Þar stökk Peter Crouch manna hæst og skallaði boltann neðst í markhornið fjær. Boltinn fór í stöngina innanverða eftir marklínunni þar til hann fór inn út við hina stöngina. Sami Hyypia fylgdist vel með ef það þyrfti að hjálpa boltanum inn í markið. Það þurfti ekki og allt gekk af göflunum af fögnuði innan vallar sem utan. Liverpool hélt áfram að hafa undirtökin og á 34. mínútu gafst frábært færi til að auka forystuna. Steven tók þá aftur aukaspyrnu frá hægri. Steve Finnan fékk boltann óvaldaður á fjarstöng og þrumaði honum í hliðarnetið. Liverpool var sterkaði aðilinn í fyrri hálfleik og það var varla að leikmenn gestanna næðu að ógna marki Liverpool.


Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og Wes Bown bjargaði vel skalla frá Riise sem hefði orðið að marki. Stuttu síðar átti United sitt besta færi í leiknum þegar fyrirgjöf olli misskilningi í vörn Liverpool en Jose Rein náði að hreinsa. United fór að sækja meira og meira en leikmenn Liverpool vörðust vel. Tveimur mínútum fyrir leikslok átti Riise langskot í átt að marki United og Alan Smith henti sér fyrir boltan og ekki vildi betur til en að hann fótbrotnaði. 1-0 sigur Liverpool var lokaniðurstaðan og var hann fyllilega verðskuldaður.


Rafael Benítes eftir leikinn:

,,Það var frábært að leggja Manchester United að velli eftir 85 ára bið. Við þurfum að njóta þessa sigurs með stuðningsmönnum okkar og við verðskulduðum hann. Stuðningsmenn okkar voru frábærir og liðið færði sér stuðning þeirra í nyt. Ég hef sagt áður að það er mjög erfitt að leggja okkur að velli þegar við höfum stuðningsmenn okkar að baki okkur. Mér fannst liðsheildin og barátta liðsins vera lykillinn að sigrinum. Við lögðum mjög hart að okkur allan leikinn. Þegar leikið er gegn bestu liðunum þarf að leika á miklum hraða. Við réðum gangi mála í fyrri hálfleik, skoruðum gott mark og sköpuðum nokkur góð færi. Ég gleðst fyrir hönd Peter Crouch því sóknarmenn þarfnast þess að skora mörk. En þetta var góð framganga alls liðsins."