Staðan í 1. og 2.deild  karla 1.DEILD KARLA
Mikið var um að vera í neðri deildum Íslandsmótsins á föstudagskvöldið. Í fyrstu deild burstaði Stjarnan Víking 4-1 sem verða að teljast óvænt úrslit. Þá sigruðu Dalvíkingar lið ÍR 1-0 og eru lærisveinar Gumma Torfa komnir í bullandi botnbaráttu eftir þann leik. Þá unnu Þróttarar góðan 2-1 sigur á stórliði Þórs í dag.

Staðan eftir 13 umferðir: (Mörk) Stig
1 KA (+22) 30
2 Þór A. (+22) 26
3 Stjarnan (+14) 26
4 Þróttur R. (+4) 22
5 Víkingur R. (+3) 16
6 Dalvík (-11) 16
7 ÍR (-5) 14
8 Leiftur (-6) 14
9 Tindastóll (-12) 12
10 KS (-31) 2



2.DEILD KARLA
Haukar halda efsta sæti 2. deildar eftir 4-2 sigur á Leikni að Ásvöllum í hörkuspennandi leik og Afturelding komst í annað sætið eftir 0-2 sigur á Víði Garði. Sindramenn töpuðu dýrmætum stigum á móti Létti í dag í leik á Ármannsvelli sem Léttismenn unnu 1-0.

Staðan eftir 14.umferðir:
1 Haukar (+27) 33
2 Afturelding (+17) 30
3 Sindri (11) 29
4 Selfoss (+7) 22
5 Leiknir R. (+1) 17
6 Léttir (-7) 17
7 Skallagrímur (-14) 14
8 Víðir (-10) 13
9 Nökkvi (-12) 10
10 KÍB (-20) 10